is / en / dk

13. Mars 2018

Félag grunnskólakennara (FG) skrifaði undir kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga um kaffileytið í dag. Undirritun kjarasamningsins fór fram í húsakynnum ríkissáttasemjara en þar hafa málsaðilar fundað stíft að undanförnu. 

Gildistími hins nýja samnings er frá 1. apríl 2018 til 31. mars 2019. 

Helstu atriði samningsins eru meðal annars: 

  • Launabreytingar
  • Horfið er frá vinnumati
  • Undirbúningur hverrar kennslustundar er aukinn
  • Tími til annarra faglegra starfa er minnkaður
  • Nýr menntunarkafli
  • Greitt er fyrir sértæk verkefni

Nýi kjarasamningurinn fer nú í kynningu og verður fundað með trúnaðarmönnum FG næstu dagana. Félagsmenn í FG fá sent kynningarefni um nýja samninginn þegar líður á morgundaginn.

Með fyrirvara um samþykki kjörstjórnar er áformað að rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn hefjist klukkan 14 föstudaginn 16. mars og standi til klukkan 14 miðvikudaginn 21. mars næstkomandi. Atkvæðagreiðslan fer fram á Mínum síðum á vef KÍ. Nánari upplýsingar verða birtar innan skamms. 

NÁNAR UM KJARASAMNINGINN HÉR. 

 

Tengt efni