is / en / dk

10. Apríl 2018

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ávarpaði þing KÍ sem hófst á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Ráðherra var ofarlega í huga samvinna og samtal við kennarastéttina og framtíðarsýn. Í máli hennar kom fram að árið 2035 mun skorta um 2.000 kennara í landinu. Aðsókn í kennaranám hefur minnkað, meðalaldur starfandi kennara er hár og fjöldi brautskráðra kennara mætir ekki þörf. Nú er að störfum yfirstjórn aðgerða um menntamál en þar koma viðkomandi fagráðherrar að ákvarðanatöku vegna aðgerða um menntamál.

Fram kom í máli Lilju að stefna stjórnvalda er að efla menntun í landinu, stuðla að viðurkenningu á störfum kennara, leggja áherslu á skólaþróun á öllum skólastigum, efla nýliðun kennara í samstarfi ríkis, sveitarfélaga og stéttarfélaga. Að lokum ítrekaði ráðherra vilja hennar til góðs samstarfs við KÍ og að án samstöðu og skýrrar framtíðarsýnar munum við sem þjóð ekki njóta hagsældar.
 

Tengt efni