
Kennarasamband Íslands styður baráttu ljósmæðra fyrir hærri launum og bættum starfskjörum. Ályktun þessa efnis var samþykkt einróma á 7. þingi Kennarasambands Íslands sem fram fór í apríl sl.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins hefur staðið lengi yfir og þótti stjórn KÍ tilefni til að birta aftur stuðningsyfirlýsinguna.
Síðar í dag fundar samninganefnd ljósmæðra með samninganefnd ríkisins, en jafnframt hefur verið boðað til samstöðufundar með ljósmæðrum við húsnæði ríkissáttasemjara kl. 13:40 í dag, miðvikudag.