is / en / dk

28. Maí 2018

Kynning er hafin á nýjum kjarasamningi Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem skrifað var undir síðastliðinn föstudag, 25. maí 2018. Skrifað var undir samninginn með fyrirvara um samþykki félagsmanna. 

Gildistími samningsins er 1. desember 2017 til 30. júní 2019. 

Aðalatriði samningsins eru:

  • 4,1% launahækkun frá og með 1. júní 2018.
  • 150.000 kr. eingreiðsla 1. júlí 2018.
  • Launaflokkur bætist við eftir 20 ár í kennslu (eða við 50 ára aldur hjá þeim sem taka laun eftir lífaldri) frá og með 1. ágúst 2018.
  • Vinnumatið fellur út og tími til undirbúnings er aukinn.
  • Nýr menntunarkafli, óbreyttur frá samningi sem borinn var undir félagsmenn í mars.

Atkvæðagreiðsla um nýja samninginn hefst klukkan 14 fimmtudaginn 31. maí og lýkur klukkan 14 þriðjudaginn 5. júní 2018. 

Kynningarfundir fyrir trúnaðarmenn eru hafnir.

Kjarasamningurinn í pdf. 

Glærur – helstu atriði nýs samnings.

Reiknivél.

 

 

Tengt efni