is / en / dk

30. Maí 2018

Orlofssjóður KÍ festi á dögunum kaup á nýju sumarhúsi í Kjarnabyggð. Húsið stendur við Götu mánans og er sambærilegt húsum númer 5 og 7 sem margir félagar KÍ þekkja. Í húsinu er svefnpláss fyrir átta manns. Orlofssjóður á nú fimm sumarhús í Kjarnabyggð. 

Þá er ánægjulegt að greina frá því að opnað hefur verið bókanir á tveimur íbúðum, nr. 1 og 2, við Sóleyjargötu 25 í Reykjavík. Þessar íbúðir eru nýuppgerðar en þess má geta að framkvæmdir standa yfir á öðrum hlutum hússins og verður svo fram á haustið. 

Þeir sem eru farnir að huga að næsta hausti geta nú bókað sumarhús og íbúðir á tímabilinu 24. ágúst næstkomandi til 8. janúar 2019. 

Að síðustu er vert að minna að á enn er hægt að bóka húseignir á Spáni í sumar. 

Félagar í KÍ eru hvattir til að skoða sig um á Orlofsvefnum en þar er að finna allar frekari upplýsingar um þá orlofskosti sem eru í boði. 

Orlofsvefur KÍ

 

Tengt efni