is / en / dk

08. Júní 2018

Staðsetningar og dagsetningar svæðisþinga tónlistarskóla 2018 liggja nú fyrir en svæðisþingin eru nú haldin í sextánda sinn. Svæðisþing tónlistarskóla eru samstarfsverkefni Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) og Samtaka tónlistarskólastjóra (STS).

Dagskrá svæðisþinganna verður send út þegar nær dregur en meðal dagskrárefna sem eru til skoðunar er samleikur og raddsetning, starfsþróun tónlistarskólakennara, kulnun í starfi, starfsánægja og samskipti, og kjaramál. Þingin standa öllum opin.

Svæðisþingin verða haldin samkvæmt eftirfarandi:

 • Svæðisþing tónlistarskóla á Vestfjörðum
  Hótel Ísafjörður / föstudaginn 7. september
   
 • Svæðisþing tónlistarskóla á Vesturlandi
  Fosshótel Stykkishólmur / miðvikudaginn 12. september
   
 • Svæðisþing tónlistarskóla á Austurlandi
  Safnaðarheimili Norðfjarðarkirkju, Egilsbraut 15, Neskaupstað / föstudaginn 14. september
   
 • Svæðisþing tónlistarskóla á Norðurlandi
  Sigló Hótel, Snorragötu 3, Siglufirði / föstudaginn 21. september
   
 • Svæðisþing tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu
  Grand Hótel Reykjavík, Hvammi / föstudaginn 28. september
   
 • Svæðisþing tónlistarskóla á Suðurlandi og Suðurnesjum
  Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ, fimmtudaginn 4. október

 

Tengt efni