is / en / dk

11. Júní 2018

Þjónustusvið sjóða KÍ vekur athygli félagsmanna á breyttum símatíma og afgreiðslu sjóða KÍ sumarið 2018:

Símatími þjónustufulltrúa í sjúkra-, orlofs- og endurmenntunarsjóðum Kennarasambands Íslands verður frá klukkan 13:00 til 16:00 frá og með næsta mánudegi 18. júní til og með 13. júlí næstkomandi.

Frá 15. júní til og með 10. ágúst lokar Kennarahúsið klukkan 15:00 á föstudögum. Formleg sumarlokun Kennarahússins hefst mánudaginn 16. júlí og stendur venju samkvæmt í þrjár vikur. Skrifstofa KÍ verður opnuð á nýjan leik að morgni þriðjudagsins 7. ágúst.

Hægt verður að hafa samband við Orlofssjóð á meðan á sumarlokun stendur. Símatími verður alla virka daga frá klukkan 9:00 til 12:00, í síma 595 1170. Einnig er hægt að senda tölvupóst á orlof@ki.is. 

Opnunartími Vísindasjóðs FF og FS er óbreyttur.

Afgreiðsla umsókna fyrir sumarlokun:

Þjónustufulltrúar munu eftir bestu getu afgreiða allar umsóknir, sem berast fyrir 15. júní, áður en sumarlokun hefst.
Afgreiðslutími umsókna í endurmenntunar- og sjúkrasjóði KÍ getur verið allt að 3 vikur.
Ef umsókn þarf að fara fyrir næsta fund stjórnar Vonarsjóðs eða Sjúkrasjóðs, verður hún að berast fyrir 15. júní. 

Afgreiðsla umsókna eftir fundi getur tekið allt að 2-3 vikur.

 

Tengt efni