is / en / dk

14. Júní 2018

Félagar í FF og FS sem starfa í Menntaskóla Borgarfjarðar ganga nú til atkvæða um nýjan kjarasamning. Atkvæði verða greidd um breytingar og framlengingu á kjarasamningi Kennarasambands Íslands v/framhaldsskóla og Menntaskóla Borgarfjarðar sem var undirritaður 12. júní 2018. 

  • Atkvæðagreiðslan hefst klukkan 14:00 í dag, fimmtudaginn 14. júní, og lýkur klukkan 14:00 mánudaginn 18. júní. 

Atkvæðagreiðslan fer fram á Mínum síðum á www.ki.is. Hægt er að greiða atkvæði í hvaða nettengdri tölvu sem er. Kjósendur þurfa að skrá sig inn á Mínar síður með Íslykli eða Rafrænum skilríkjum. Þeir sem ekki eru komnir með Íslykil geta pantað hann með því að smella á hnappinn Mig vantar Íslykil sem er á innskráningarsíðunni.

Þegar komið er inn á Mínar síður birtist tengill á kosninguna.

  • Smellið á tengilinn sem heitir Atkvæðagreiðsla um kjarasamning FF og FS 2018 – Menntaskóli Borgarfjarðar og þá birtist atkvæðaseðillinn.
  • Veljið einn af eftirfarandi svarmöguleikum sem eru: Já, Nei, Skila auðu.
  • Smellið að lokum á flipann Kjósa og þá birtist eftirfarandi texti til að staðfesta að atkvæði hafi verið greitt: Atkvæði þitt hefur verið móttekið.
  • Skiptir þú um skoðun, geturðu kosið aftur. Með því að kjósa aftur ógildist fyrri kosning. Hver kennitala skilar einungis síðasta greidda atkvæði.
  • Ef þú vill fresta því að greiða atkvæði skaltu smella á: Hætta við kosningu.

Atkvæðaseðill birtist eingöngu hjá þeim sem eru á kjörskrá. Ef einhver telur sig eiga að vera á kjörskrá en fær ekki atkvæðaseðil á Mínum síðum skal viðkomandi hafa samband við starfsmann kjörstjórnar sem athugar málið.

Nánari upplýsingar um atkvæðagreiðsluna eru veittar á skrifstofu KÍ en starfsmaður kjörstjórnar er Fjóla Ósk Gunnarsdóttir, netfang: fjola@ki.is, sími: 595 1111.
 

Tengt efni