is / en / dk

11. September 2018

Opnað verður fyrir bókanir í sumarhús KÍ, fyrir tímabilið 9. janúar til 7. júní 2019, klukkan 18:00 í dag, þriðjudaginn 11. september. Reglan „fyrstur kemur, fyrstur fær“ gildir. Símavakt verður á skrifstofu milli klukkan 18-19 í dag. Símanúmer verður birt á Orlofsvefnum.

Áfram verður bundin helgarleiga frá klukkan 16 á föstudegi til klukkan 18 á sunnudegi í orlofshúsum KÍ á Flúðum og í Kjarnaskógi. Um þessar mundir er verið að endurnýja þrjú orlofshús í Ásabyggð (hús nr. 41, 42 og 43). Áformað er að þau verði tilbúin til útleigu í lok þessa árs. Tilkynning um útleigu þessara húsa verður sett á Orlofsvefinn þegar þau eru tilbúin. 

Þá verður unnið að minniháttar viðhaldi í báðum húsum KÍ við Sóleyjargötu í Reykjavík. Vera kann að íbúðir verði teknar úr útleigu í skamman tíma vegna þeirra framkvæmda. Frekari framkvæmdir eru fyrirhugaðar á Sóleyjargötu 25 á vordögum 2019. Þá verður skipt um þak á húsinu. Af þessum sökum verður einungis hægt að bóka íbúðir þar í einn til tvo mánuði fram í tímann þar til framkvæmdir hefjast. Félagsmenn eru beðnir að sýna þessum tímabundnu framkvæmdum skilning en óhjákvæmilegt er að gestir kunni að verða fyrir ónæði vegna þeirra. 

Allar uppýsingar um orlofshús er að finna á Orlofsvefnum og einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið orlof@ki.is

Flúðir – myndband

 

Tengt efni