is / en / dk

21. September 2018

Íslenskan verður þema hins árlega Skólamálaþings KÍ sem verður haldið í Veröld Vigdísar 4. október. 

Skólamálaþing Kennarasambands Íslands verður haldið þann 4. október kl. 15 – 17 í Veröld, húsi Vigdísar. Skólamálaþingið er haldið í tengslum við Alþjóðadag kennara sem haldinn er hátíðlegur um heim allan 5. október. Skólamálaráð KÍ hefur veg og vanda af skipulagningu þingsins nú sem fyrri ár. 

Dagskrá:

  • 15:00 Setning, Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður KÍ
  • 15:10 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands
  • 15:15 Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, og Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor við Íslensku- og menningardeild, kynna fyrstu niðurstöður um yngsta hópinn í rannsókninni Íslenskan í stafrænum heimi.
  • 15:45 Jónína Hauksdóttir, leikskólastjóri Naustatjarnar á Akureyri
  • 15:55 Hulda Dögg Proppé, íslenskukennari við Sæmundarskóla
  • 16:05 Guðjón Ragnar Jónasson, íslenskukennari við MR
  • 16:15 Þórarinn Eldjárn skáld
  • 16:30 Ragnar Þór Pétursson, formaður KÍ
  • 16:35 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
  • 16:45 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra

Í lokin verður undirrituð viljayfirlýsing um vitundarvakningu íslenskunnar. Fulltrúar Kennarasambands Íslands, forsætisráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Háskóla Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla skrifa undir. 

Fyrir málþingið eða frá kl. 14:30 verður boðið upp á léttar veitingar og geta gestir skoðað ýmis námsgögn sem kennd hafa verið í gegnum árin og eru í eigu Menntamálastofnunar.

Skráningu er lokið þar sem fullbókað er á málþingið. Við bendum áhugasömum á að fylgjast með streymi frá þinginu.

Þinginu verður streymt á vef Netsamfélagsins

 

Tengt efni