is / en / dk

21. September 2018

Listi yfir fulltrúa Félags grunnskólakennara sem taka sæti í stjórnum, nefndum og ráðum á vegum KÍ liggur fyrir. Listinn var staðfestur af stjórn FG, að viðhöfðu samráði við svæðaformenn, í fyrradag en áður hafði þriggja manna vinnuhópur skilað af sér tillögum um skipan fulltrúa í stjórn, nefndir og ráð. Fjölmargir félagsmenn buðu fram krafta sína, sem er ánægjulegt, og hafði vinnuhópurinn ærinn starfa við að velja fulltrúa úr hópi mjög hæfra félagsmanna.

Listinn er svohljóðandi:
 

VONARSJÓÐUR

 • Arna B. Kristmanns aðalmaður
 • Rósa Harðardóttir aðalmaður
 • Kristín María Birgisdóttir varamaður
 • Jónína Hólm varamaður

 

SJÚKRASJÓÐUR

 • Margrét Sigríður Þórisdóttir aðalmaður
 • Sigrún Þorbergsdóttir varamaður

 

ORLOFSSJÓÐUR

 • Samúel Örn Erlingsson aðalmaður
 • Ólafur Valgeir Guðjónsson varamaður


VINNUDEILUSJÓÐUR

 • Hilmar Þór Sigurjónsson aðalmaður
 • Jón Ingi Gíslason varamaður

 

VINNUUMHVERFISNEFND

 • Helga Dögg Sverrisdóttir aðalmaður
 • Vigdís Klemenzdóttir varamaður

 

KJÖRSTJÓRN

 • Jónína Holm aðalmaður
 • Hilmar Þór Sigurjónsson varamaður

 

FRAMBOÐSNEFND

 • Guðrún Þóra Hjaltadóttir aðalmaður
 • Lára Guðrún Agnarsdóttir varamaður

 

ÚTGÁFURÁÐ

 • Daníel Geir Moritz aðalmaður
 • Ágúst Tómasson varamaður

 

JAFNRÉTTISNEFND

 • Kolbrún Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Margrét Þorvaldsdóttir varamaður

 

SIÐARÁÐ

 • Siggerður Ólöf Sigurðardóttir aðalmaður
 • Hreiðar Oddsson varamaður

 

SKOÐUNARMENN REIKNINGA

 • Örn Valdimarsson aðalmaður
 • Sigurður Sigurðarson varamaður

 

Þá var eftirfarandi bókað á stjórnarfundi FG: „Stjórn Félags grunnskólakennara þakkar öllum þeim sem buðu fram krafta sína í þágu félagsins heilla um leið og hún þakkar auðsýndan velvilja og hlýhug til stéttarinnar. Enn fremur fær starfshópur sá er fór yfir umsóknir og val á umsækjendum þakkir fyrir óeigingjarnt starf jafnt og svæðaformenn allir fyrir ráðgjöf og stuðning.“

 

 

Tengt efni