
Á þriðja hundrað smásögur bárust í Smásagnasamkeppni KÍ og Heimilis og skóla þetta árið en frestur til að senda inn smásögu er liðinn. Þetta er fjórða árið sem efnt er til keppninnar í tenglum við Alþjóðdag kennara, 5. október. Á þeim degi verða verðlaun fyrir bestu smásögurnar veitt við hátíðlega athöfn.
Dómnefndin hefur nú fengið mikið og gott lesefni en í nefndinni sitja sem fyrr; Kristín Ómarsdóttir skáld, Kristján Jóhann Jónsson, dósent á Menntavísindasviði HÍ, og Bryndís Jónsdóttir, fyrir hönd Heimilis og skóla.
Það verður að spennandi að sjá hvaða sögur bera sigur úr býtum. Við þökkum nemendum á öllum skólastigum fyrir þátttökuna.