is / en / dk

03. október 2018

Skólamálaþing Kennarasambands Íslands verður haldið í Veröld – húsi Vigdísar í dag. Fullbókað er á þingið, sem stendur frá 15 til 17, en við bendum áhugasömum á að fylgjast með beinni útsendingu á netinu. 

Slóð á beina útsendingu. 

Yfirskrift Skólamálaþings er Íslenskan er stórmál og verður fjallað um tunguna með ýmsum hætti. Dagskráin er fjölbreytt og margir sem stíga á stokk. 

Dagskrá:

  •  15:00 Setning, Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður KÍ
  •  15:10 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands
  •  15:15 Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, og Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor við Íslensku- og menningardeild, kynna fyrstu niðurstöður um yngsta hópinn í rannsókn á stöðu íslenskunnar í stafrænum heimi. 
  •  15:45 Jónína Hauksdóttir, leikskólastjóri Naustatjarnar á Akureyri
  •  15:55 Hulda Dögg Proppé, íslenskukennari við Sæmundarskóla
  •  16:05 Guðjón Ragnar Jónasson, íslenskukennari við MR
  •  16:15 Þórarinn Eldjárn skáld
  •  16:30 Ragnar Þór Pétursson, formaður KÍ
  •  16:35 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
  •  16:45 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra


Í lokin verður undirrituð viljayfirlýsing um vitundarvakningu íslenskunnar. Fulltrúar Kennarasambands Íslands, forsætisráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Háskóla Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla skrifa undir. 

Skólamálaþing KÍ er árlegur viðburður og ævinlega haldið í tengslum við Alþjóðadag kennara sem er 5. október. Við hvetjum kennara, skólastjórnendur og annað skólafólk til að fagna Alþjóðadegi kennara, eða kennaradeginum, með því að vekja athygli á faglegu og flottu starfi kennara um land allt. Myllumerki dagsins er #kennaradagurinn og á alþjóðavísu #worldteacherday.

 

Tengt efni