is / en / dk

01. Nóvember 2018

Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum heldur aðalfund félagsins laugardaginn 10. nóvember 2018. Fundurinn fer fram í Galleríi Hótel Reykjavík og stendur frá klukkan 13:00 til 15:30. 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 

Hefðbundin aðalfundarstörf

 • Kl. 13:00 Setning: Sigrún Grendal, formaður FT
 • Kosning starfsmanna fundarins
 • Skýrsla stjórnar
 • Ársreikningar félagsins
 • Lagabreytingar (engar lagabreytingar liggja fyrir fundinum)
 • Kosning nýrrar stjórnar
 • Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara
 • Kosning þriggja fulltrúa í samninganefnd (sbr. 16. gr. laga FT)
 • Önnur mál
 • Stjórnarskipti 
 • Kaffi og með því


Sérstakt umræðuefni á aðalfundi FT 2018

Þróunarverkefni Listaháskóla Íslands

Á aðalfundinum verður boðið upp á sérstaka umfjöllun um þróunarverkefni á vegum Listaháskóla Íslands (LHÍ) sem m.a. er ætlað að mæta menntunarþörf þeirra tónlistarkennara sem hafa mikla reynslu og færni af vettvangi en skortir formlega kennslufræðilega menntun. 

Markmið verkefnis eru:

 • Að auka framboð á starfstengdu námi á háskólastigi, diplóma.
 • Að mæta menntunarþörf tónlistarskólakennara sem hafa mikla reynslu og færni af vettvangi en skortir formlega kennslufræðilega menntun.

Elín Anna Ísaksdóttir, fagstjóri og verkefnastjóri í tónlistardeild LHÍ og Helgi Þorbjörn Svavarsson, sérfræðingur og eigandi Happy Bridges, segja frá verkefninu, kynna hugmyndir að raunfærnimati og fara yfir hvernig ferlið er hugsað. Umræður um málefnið.

Þeir sem hyggjast sækja fundinn eru beðnir að tilkynna þátttöku til skrifstofu FT, á netfangið sigrun@ki.is / eða í síma 595 1111 fyrir miðvikudaginn 7. nóvember næstkomandi. 
 

Tengt efni