is / en / dk

03. Desember 2018

Undanþágunefnd grunnskóla fyrir skólaárið 2017-2018 samþykkti 40,8% fleiri umsóknir en árið áður, þetta kemur fram á vef Menntamálastofnunar. Teknar voru til afgreiðslu 434 umsóknir og af þeim voru 383 samþykktar. Umsóknum hefur fjölgað jafnt og þétt frá skólaárinu 2012-2013, en eru þó enn tæplega helmingur þess sem tíðkaðist fyrir skólaárið 2007-2008. 

Athygli vekur að hlutfall einstaklinga sem fá undanþágu án þess að vera með starfsreynslu við kennslustörf hefur farið hækkandi nokkur síðustu ár og er nú ríflega helmingur samþykktra umsókna eða 54,3%. Flestir einstaklingar hafa fengið undanþágu til almennrar kennslu eða 48,3%. Meirihluti umsókna eru vegna einstaklinga á aldursbilinu 31-40 ára eða 48,2%.

Bráðabirgðatölur liggja nú fyrir vegna skólaársins 2018-2019 og hafa 556 umsóknir verið afgreiddar og voru 507 samþykktar. 

Frétt á vef Menntamálastofnunar.

 

Tengt efni