is / en / dk

06. Desember 2018

Þátttaka í netkönnun þar sem spurt var um vef Kennarasambandsins var afar góð en um 1.500 félagsmenn tóku þátt. Netkönnunin var send til allra félagsmanna KÍ í tölvupósti.

Unnið er að endurbótum á vef sambandsins og því var leitað til félagsmanna um viðhorf þeirra til vefsins og óskað eftir ábendingum um það sem betur má fara. Markmiðið með endurbótum á vefnum er einfalt; að veita félagsmönnum KÍ enn betri þjónustu en áður. 

Um 500 svör bárust við opnum spurningum en það þykir mikið í könnun af þessu tagi. Svör félagsmanna eru mikilvægur hluti í undirbúningsferlinu og verður næstu vikurnar unnið úr því efni sem varð til í könnuninni. 

Kennarasamband Íslands sendir öllum þeim sem gáfu sér tíma til að taka þátt í könnuninni bestu þakkir. 

Tengt efni