is / en / dk

07. Janúar 2019

Blásið hefur verið til samkeppni meðal leikskólabarna í tilefni Dags leikskólans sem haldinn verður hátíðlegur, venju samkvæmt, 6. febrúar næstkomandi. Verkefnið er að „yrkja á íslensku“ á hvaða formi sem hentar leikskólabörnum best. Hægt er að senda ljóð, vísur, sögur og svo framvegis – efnistök eru frjáls. 

Samkeppnin er liður í vitundarvakningu sem Kennarasamband Íslands hratt af af stað á Alþjóðadegi kennara á liðnu hausti. Þá var ákveðið að setja móðurmálið í forgang og vinna að verndun og eflingu þess. 

Dómnefnd skipa Haraldur Freyr Gíslason, Sigrún Birna Björnsdóttir og Steinunn Inga Óttarsdóttir. 

Veitt verða þrenn verðlaun fyrir bestu textana á Degi leikskólans. 

Skilafrestur er til 18. janúar 2019. Netfang samkeppninnar er dagurleikskolans@ki.is. 

Lesið um Dag leikskólans hér. 

 

Tengt efni