is / en / dk

08. Janúar 2019

Mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti Kennarahúsið í dag ásamt samstarfsfólki úr ráðuneytinu. Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra kynnti sér fjölbreytta starfsemi Kennarasambands Íslands og heilsaði upp á starfsfólk. Eftir ferð um húsið tók við fundur með formanni og varaformanni KÍ þar sem farið var yfir það sem efst er á baugi innan sambandsins. 

Fundarmenn voru sammála um mikilvægi þess að umræða um menntamál sé lifandi og töluvert var rætt um leiðir til að auka enn frekar aðsókn í kennaranám. Mikil ánægja var með heimsókn ráðherra enda hefur samstarfið verið farsælt undanfarið.

 

 

 

Tengt efni