is / en / dk

08. Febrúar 2019

Nánasta umhverfi Kennarahússins tekur breytingum í dag þegar Gömlu Hringbraut verður lokað endanlega að hluta. Lokunin nær frá Laufásvegi í vestri að innkeyrslu á bílastæði Landspítalans í austri. Þá verður hluta Gömlu Hringbrautar, fyrir neðan Einarsgarð, lokað tímabundið eða til 8. mars næstkomandi. Umferð verður beint um Vatnsmýrarveg og hægt verður að komast þaðan upp á Laufásveg og Barónsstíg. 

„8. febrúar markar viss tímamót í uppbyggingu nýs meðferðarkjarna Landspítala við Hringbraut. Mikilvægt er að almenningur kynni sér vel þær breytingar sem verða á akstri bæði einkabíla og strætisvagna um svæðið í nálægð við Landspítala," segir Ásbjörn Jónsson, verkefnastjóri NLSH. 

Breytingar verða á akstri strætisvagna vegna framkvæmdirnar – þetta á við um leiðir 1, 3, 5, 6 og 15. Nánar hér. 

Búast við má frekar röskun á gatnamálum við Hringbraut næstu fimm árin eða þar til nýr Landspítali verður formlega tekinn í notkun. 

 

Tengt efni