is / en / dk

12. Febrúar 2019

Kennarafélag Menntaskólans á Egilsstöðum mótmælir harðlega hugmyndum um eitt leyfisbréf fyrir kennara óháð skólastigum. Þetta kemur fram í áskorun félagsins og krefst það þess að fagleg sérhæfing verði virt og að hagsmundir nemenda verði hafðir að leiðarljósi.

 

Áskorun Kennarafélags Menntaskólans á Egilsstöðum

Kennarafélag Menntaskólans á Egilsstöðum mótmælir harðlega hugmyndum um að gefið verði út eitt leyfisbréf fyrir alla kennara.

Ólík skólastig krefjast ólíkrar nálgunar. Kennaramenntun í landinu miðast við þrj ólík skólastig. Framhaldsskólakennarar hafa nauðsynlega sérkþekkingu í sínum fögum til að kenna námsgreinar miðað við námsefni og kröfur til nemenda á framhaldsskólastigi. Það er í meira lagi undarlegt að sérþekking skipti skyndilega ekki máli.

Hagsmundir nemenda virðast ekki hafðir að leiðarljósi ef ólík menntun kennara veitir eitt leyfisbréf óháð skólastigum. Til hvers er þá sérhæfing í námi kennara?

Kennarafélag Menntaskólans á Egilsstöðum skorar á menntamálaráðhera að hætta við fyrirhugaðar breytingar varðandi eitt leyfisbréf óháð skólastigum og standa þannig vörð um menntun í landinu.

Menntaskólanum á Egilsstöðum 11. febrúar 2019,
Árni Friðriksson formaður KFME

 

Aðrar ályktanir kennarafélaga framhaldsskóla um málið má skoða hér.

 

 

Tengt efni