is / en / dk

15. Febrúar 2019

Orlofssjóður KÍ opnar fyrir bókanir á sumarhúsum og íbúðum á Spáni næstkomandi mánudag, 18. febrúar. Hægt verður að bóka frá og með klukkan 18.00. Fyrstur kemur fyrstur fær.

Allar upplýsingar um eignirnar má finna á Orlofsvefnum. 

Opnað verður fyrir bókanir innanlands í apríl eða sem hér segir:
Þriðjudagur 2. apríl 2019 kl. 18:00 – þeir sem eiga 300 punkta eða fleiri
Miðvikudagur 3. apríl 2019 kl. 18:00 – þeir sem eiga 100 punkta eða fleiri
Fimmtudagur 4. apríl 2019 kl. 18:00 – þeir sem eiga 1 punkt eða fleiri
Föstudagur 5. apríl 2019 kl. 18:00 – þeir sem eiga 0 til -23 punkta og FKE félagar sem eiga punkta


Minnt er á aðra orlofskosti sem félagsmenn eru hvattir til að kynna sér:
Útilegu-, Veiði- og Golfkort niðurgreidd af OKÍ.
Hótelmiðar
Flugávísanir: Icelandair, WOW air, Air Iceland Connect og Ernir.
NÝTT: Niðurgreidd gjafabréf hjá Úrval Útsýn
Skipulagðar gönguferðir.

Á síðasta þingi KÍ var samþykkt að hætta útgáfu Ferðablaðs Orlofssjóðs. Í þess stað verða upplýsingar um verð og leigutíma færðar inn í Frímann og að auki verður hægt að nálgast helstu upplýsingar um eignir í sérstöku yfirlitsskjali sem verður á vef KÍ. 

ORLOFSVEFUR KÍ

 

 

 

 

Tengt efni