is / en / dk

11. Mars 2019

Félag grunnskólakennara stendur fyrir fundaherferð um land allt næstu daga, en kjarasamningar félagsins losna 30. júní nk. Markmið fundanna er að gefa félagsmönnum tækifæri til að koma skilaboðum beint til samninganefndar og standa vonir til þess að fundirnir nýtist vel í vinnu við gerð samningsmarkmiða.

 

Fundirnir verða tíu talsins á tíu dögum víðs vegar um landið, einn fundur fyrir hvert svæðafélag. Allir fundirnir hefjast kl. 15:00 og verða upplýsingar um húsnæði settar inn þegar nær dregur.  

18. mars – KFR – Reykjavík - Norðlingaskóli
19. mars – KFV – Ísafjörður - Stjórnsýsluhúsið, 4. hæð
20. mars – KSNV – Skagafjörður - Árskóli
21. mars – BKNE – Akureyri - Síðuskóli
22. mars – KSA – Egilsstaðir - Egilsstaðaskóli
25. mars – KS – Selfoss - Vallaskóli
26. mars – KR – Reykjanes - Háaleitisskóli, Ásbrú
27. mars – KMSK – Kópavogur - Álfhólsskóli, Hjallamegin.
28. mars – KFV – Borgarnes- Menntaskóli Borgarfjarðar
29. mars – KV – Vestmannaeyjar – Barnaskólanum, ath. kl. 13:00.

 

Félagsmenn eru hvattir til að mæta!

Tengt efni