is / en / dk

19. Mars 2019

Kennarasamband Íslands og Reykjavíkurborg hafa gert með sér samkomulag um að borgin láti KÍ í té launaupplýsingar um félagsmenn sambandsins. Samkomulag þetta var undirritað í lok árs 2018. 

Tilgangur samkomulagsins er að gera aðilum þess kleift að fylgjast með launaþróun og framgangi kjarasamninga. Gert er ráð fyrir því að launagögnin séu að jafnaði afhent ársfjórðungslega tveimur mánuðum eftir að viðkomandi launatímabili líkur. Gögnin eru ópersónugreinanleg og ná aftur til ársins 2016.

KÍ hefur leitað til fleiri sveitarfélaga um gerð samkomulags á sömu nótum. Þeirri málaleitan hefur þegar verið vel tekið í nokkrum sveitarfélögum. 

 

Tengt efni