is / en / dk

06. Apríl 2019

Lokahátíð Nótunnar 2019 fór fram í dag í Hofi á Akureyri. Það voru fleiri hundruð tónlistarnemar sem tóku þátt í svæðistónleikum um allt land til að öðlast þátttökurétt á lokahátíðinni. Að lokum voru það 24 atriði og um 70 nemendur sem stigu á stokk í Hofi í dag en þetta er í fyrsta skipti sem lokahátíðin er haldin utan Reykjavíkur. Á lokahátíðinni var valið besta atriði Nótunnar 2019, þá fengu tvö atriði viðurkenningu Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna og 7 atriði auk þriggja framangreindra atriða fengu verðlaunagrip Nótunnar 2019 fyrir framúrskarandi tónlistarflutning. Hér að neðan má sjá lista yfir alla verðlaunahafa.
 

ÚTNEFNINGUNA BESTA ATRIÐI NÓTUNNAR 2019 HLAUT:

Baldur Þórarinsson, átta ára sellónemandi í grunnnámi við Tónskóla Sigursveins. Baldur er jafnframt yngsti tónlistarnemandinn sem hefur fengið þessa útnefningu Nótunnar. Heiðurstitlinum fylgdi farandgripur Nótunnar auk þess sem atriðið fékk gjafabréf frá Tónastöðinni.
 

VIÐURKENNINGU Í FORMI ÞÁTTTÖKU Á TÓNLEIKUM SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÁHUGAMANNA Á NÆSTA STARFSÁRI HLUTU:

 • Eyrún Huld Ingvarsdóttir, ellefu ára fiðlunemandi í miðnámi við Tónlistarskóla Árnesinga.
 • Þórunn Sveinsdóttir, ellefu ára fiðlunemandi í miðnámi við Allegro Suzukitónlistarskólann.
   

AUK ÞRIGGJA FRAMANGREINDRA ATRIÐA HLUTU EFTIRFARANDI SJÖ ATRIÐI VERÐLAUNAGRIPINN NÓTUNA 2019:

 • Gyða Árnadóttir, söngnemandi í grunnnámi við Tónlistarskólanum í Fellabæ.
 • Gísella Hannesdóttir, píanónemandi í miðnámi við Tónlistarskóla Rangæinga.
 • Margrét Edda Lian Bjarnadóttir, gítarnemandi í framhaldsnámi við Tónskólann Do Re Mi.
 • Lilja Björg Geirsdóttir, þverflautunemandi í framhaldsnámi við Tónlistarskólann á Akureyri.
 • Sigríður Erla Magnúsdóttir, píanónemandi í framhaldsnámi við Tónlistarskóla Ísafjarðar.
 • Rytmasveitin No sleep (Andvaka), í opnum flokki, frá Tónlistarskóla Árnesinga: Valgarður Uni Arnarson, rafgítar, Gylfi Þór Ósvaldsson, rafgítar, Jakob Unnar Sigurðarson, rafbassi, Þröstur Ægir Þorsteinsson, trommur.
 • Þungarokksbandið Scullcrushe.
   

Yfirstjórn Nótunnar þakkar öllum sem lögðu hönd á plóg við að gera Nótuna 2019 mögulega. 
Hjartans þakkir og til hamingju með frábæra uppskeru!

 

Tengt efni