is / en / dk

15. Maí 2019

Stjórn Baklands Listaháskóla Íslands skipaði 14. maí 2019 sl. Karen Maríu Jónsdóttur forstöðumann Höfuðborgarstofu, stjórnarmann Baklandsins í Listaháskóla Íslands til 2022. Hún tekur við af Rúnari Óskarssyni tónlistarmanni sem hefur verið stjórnarmaður í 3 ár.

Karen María er með diplóma á meistarastigi í opinberri stjórnsýslu og meistaragráðu í stjórnun stofnana frá Háskóla Íslands, meistaragráðu í leikhúsfræðum og meistaragráðu í þverfaglegri listgreinakennslu frá Háskólanum í Amsterdam og BA gráðu í listdansi frá ArtEZ listaháskólanum í Arnhem.

Karen María hef¬ur starfað síðastliðin átta ár á Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar. Fyrst sem verkefnastjóri viðburða þar sem hún fór fyrir skipulagninu stærstu hátíða ¬borg¬arinnar eins og Menningarnótt og Barnamenningarhátíð og síðar sem deildarstjóri Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna. Í dag gegnir hún starfi forstöðumanns Höfuðborgarstofu. 

Aðrir stjórnarmenn Baklandsins í stjórn LHÍ eru Ólafur Gíslason myndlistamaður og Guðrún Björk Bjarnadóttir lögfræðingur og framkvæmdastjóri STEF.
Karen hefur verið varamaður Guðrúnar Bjarkar í stjórn LHÍ sl. ár.

Markmið Baklandsins er að efla og styrkja Listaháskóla Íslands (LHÍ), tryggja tengsl skólans við listamenn, menningarstofnanir og atvinnulíf og stuðla að faglegri umfjöllun um listir og samfélag. Bakland kýs 3 af 5 fulltrúum í stjórn Listaháskóla Íslands og hefur jafnframt það hlutverk að móta sér stefnu og markmið til stuðnings við starfsemi LHÍ á hverjum tíma.


Stjórn Baklands LHÍ skipa:

  • Halldór Eiríksson arkitekt
  • Hrafnkell Pálmarsson, markaðsstjóri STEFS
  • Sigríður Soffía Níelsdóttir danshöfundur
  • Sigrún Grendal, formaður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum

     

Vefur Listaháskóla Íslands

 

Tengt efni