is / en / dk

03. Júní 2019

Úthlutun úr Rannsóknasjóði KÍ fyrir árið 2019 liggur nú fyrir. Alls bárust 48 umsóknir en til úthlutunar voru fimm milljónir króna. Þetta er fyrsta úthlutun sjóðsins en stofnað var til hans á 7. Þingi KÍ sem fram fór í apríl í fyrra. Markmið sjóðsins er veita styrki til rannsókna sem styðja við skólastarf og dagleg störf félagsfólks KÍ í skólum, þróa nýja fræðiþekkingu og stuðla að auknum gæðum í skólastarfi. 

 

Styrkþegar Rannsóknasjóðs KÍ árið 2019 eru í stafrófsröð:

Ármann Halldórsson hlýtur styrk að upphæð 650.000,- krónur fyrir verkefnið Lectio divina. Að þróa og prófa aðferðir við lestur helgirita sem kennsluaðferð í bókmenntum fyrir framhaldsskóla.

Eva Harðardóttir hlýtur styrk að upphæð 1.000.000,- fyrir verkefnið Skólaþróunar- og rannsóknarverkefni um að efla raddir ungmenna með stöðu flóttafólks og innflytjenda í gegnum nám og kennslu í myndsköpun og rýni (photovoice). 

Hjördís Þorgeirsdóttir hlýtur styrk að upphæð 650.000,- krónur fyrir verkefnið Innleiðing leiðsagnarnáms í kennslu í félagsfræði – félagsfræðiáfanga FÉLA2KR05 Kenningar og rannsóknaraðferðir.

Hörður Svavarsson hlýtur styrk að upphæð 1.000.000,- fyrir verkefnið Rými í leikskólum. Meginviðfangsefni rannsóknar Harðar er að kanna hvaða leikrými börn hafa í leikskólum. Rannsóknin lýtur einkum að því að safna upplýsingum og þekkingu á aðstæðum barna í leikskólum.

Nanna Kristín Christiansen hlýtur styrk að upphæð 800.000,- krónur fyrir verkefnið Þróun leiðsagnarnáms í fjórum grunnskólum í Reykjavík. Markmið rannsóknarinnar er að leita svara við því hvernig tekst að innleiða kennsluaðferðir Shirley Clarke í leiðsagnarnámi í fjórum grunnskólum í Reykjavík. 

Ósk Dagsdóttir hlýtur styrk að upphæð 900.000,- krónur fyrir verkefnið Skapandi stærðfræði: Starfsþróun fyrir grunnskólakennara. Verkefnið miðar að því að efla kennara til að vinna með stærðfræði á skapandi máta í sinni kennslu. 

 

Nánari upplýsingar um Rannsóknasjóð KÍ. 

 

Tengt efni