is / en / dk

30. Maí 2019

Orlofssjóður KÍ opnar næstkomandi þriðjudag, 4. júní kl. 18.00, fyrir bókarnir á eignum sjóðsins á tímabilinu 30. ágúst 2019 til 7. janúar 2020. Reglan „fyrstur kemur, fyrstur fær,“ gildir. 

Á sama tíma verður opnað fyrir bókanir í eina nótt í eignum Orlofssjóðs sumarið 2019. Aðrar „flakkaraeignir“ verða áfram með tveggja nátta lágmarksleigu í sumar. 

Veturinn 2019-20 verður áfram bundin helgarleiga frá föstudegi kl. 16 til sunnudags kl. 18 í orlofshúsum okkar á Flúðum og Kjarnaskógi, enda hefur þetta fyrirkomulag mælst mjög vel fyrir hjá félagsmönnum. Sú breyting er gerð frá og með 30. ágúst 2019 að ekki er hægt að kaupa þrif í lok dvalar á Flúðum. Verið er að athuga hvort einkafyrirtæki á svæðinu muni taka lokaþrif að sér og verða upplýsingar um slíkt birtar á orlofsvefnum ef af verður. 

Veturinn 2019 – 2020 verður áfram unnið að viðhaldi eins og þörf er á í eignum Orlofssjóðs. Lokað verður fyrir bókanir eins og þarf vegna þessa. Hinir vinsælu „Frímannsafslættir“ verða aftur í boði til félagsmanna KÍ í júní 2019. Nákvæm dagsetning liggur ekki fyrir en félagsmenn eru hvattir til að fylgjast með á orlofsvefnum

 

Símatími Orlofssjóðs
Þá er athygli vakin á því að á meðan á sumarlokun Kennarahúss stendur, 15. júlí til 6. ágúst, verður hægt að hringja í Orlofssjóð alla virka daga, frá 9. til 12. Síminn er 595 1170. Netang Orlofssjóðs er orlof@ki.is. 

Tengt efni