is / en / dk

28. Júní 2019

Samtök móðurmálskennara hafa opnað fyrir aðgang að tímaritinu Skímu á vefnum. Um er ræða tölublöð frá 2004 til 2018. 

Skíma er málgagn Samtaka móðurmálskennara og kemur nú út einu sinni á ári, á haustmisseri. Skíma tekur við greinum og hvers kyns áhugaverðu efni sem erindi getur átt til móðurmálskennara. Skilafrestur er 1. ágúst ár hvert.  Efni skal komið til ritstjóra sem er Guðný Ester Aðalsteinsdóttir (gudnyester@gmail.com). Auk ritstjórans eru þær Brynja Baldursdóttir, Helga Birgisdóttir og Guðjón Ragnar Jónasson í ritnefnd.

Fjörutíu ára afmæli Skímu og Samtaka móðurmálskennara var fagnað með pompi og prakt í fyrra en fyrsta tölublaðið kom út 1978. Eldri blöð, en þau sem eru á vefnum, er hægt að lesa á bókasöfnum. 

Lesa Skímu á vefnum. 

 

 

Tengt efni