is / en / dk

10. Júlí 2019

Síðasti fundur stjórnar Félags framhaldsskólakennara í formennskutíð Guðríðar Eldeyjar Arnardóttur var haldinn í gær. Guðríður hverfur til annarra starfa sem skólameistari MK og tekur Guðjón H. Hauksson, varaformaður FF, við sem formaður fram að formannskosningum sem verða haldnar í haust. Steinunn Inga Óttarsdóttir var jafnframt skipuð framkvæmdastjóri þar til nýr formaður hefur verið kjörinn.

Stjórn FF hefur falið uppstillinganefnd FF og kjörstjórn að hlutast til um kosningu nýs formanns FF hið fyrsta. Kjörstjórn sendir nánari leiðbeiningar til félagsmanna og trúnaðarmanna.

„Ég hef átt gott og gjöfult samstarf við forystu Félags framhaldsskólakennara og félagsmenn almennt alla. Ég hef haft óhemju gaman af þeim verkefnum sem ég hef glímt við þessi ár þótt hjallarnir á þessum fimm árum hafi sumir verið erfiðir. Ég skil við félagið á lygnum sjó, við erum með tvær öflugar starfskonur og veitum félagsmönnum afbragðsþjónustu. Stjórn FF er samstíga og starfar vel saman að góðum verkum fyrir félagsmenn,“ segir Guðríður Eldey Arnardóttir, sem tekur við embætti skólameistara MK um næstu mánaðamót.


Starfsreglur kjörstjórnar FF frá árinu 2018. 

 


 

Tengt efni