is / en / dk

10. Júlí 2019

Kjarasamningar framhaldsskólakennara hafa verið lausir frá 31. mars sl. Í ljósi þess að ekki verður samið fyrir sumarleyfi undirritaði formaður Félags framhaldsskólakennara ásamt formanni Félags stjórnenda, framlengda viðræðuáætlun sem felur í sér 105.000 króna eingreiðslu til félagsfólks þann 1. ágúst nk.* Eingreiðslan er nokkurs konar innborgun á væntanlegar launahækkanir félagsmanna þar sem samningar hafa og munu tefjast um hálft ár í það minnsta. Þannig er upphæðin hluti fyrirhugaðra launabreytinga og gildistíma hins endurnýjaða kjarasamnings og verður metin sem hluti kostnaðaráhrifa hans.

Samninganefnd FF taldi betra að ræða saman undir friðarskyldu og tryggja félagsmönnum þó að lágmarki þær launahækkanir sem samið var um á almennum markaði aftur til 1. apríl 2019.

 

*Tækniskólinn einnig 1. ágúst en Verzlunarskóli Íslands, Menntaskóli Borgarfjarðar og Fjölmennt fá eingreiðslu 1. september nk.


 

Tengt efni