is / en / dk

28. Ágúst 2019

Kjörstjórn Félags framhaldsskólakennara hefur ákveðið dagsetningar kosninga til formanns félagsins. Kosningarnar standa yfir dagana 17. til 23. september næstkomandi en framboðsfrestur er til 5. september nk.

Kjörtímabil nýs formanns verður frá 1. október að næsta reglulega aðalfundi Félags framhaldsskólakennara. 

Eftirfarandi bréf var sent til félagsmanna frá formönnnum kjörstjórnar FF og uppstillingarnefndar FF.

Ljóst er að formaður FF, Guðríður Eldey Arnardóttir, lætur nú af embætti og heldur til annarra starfa. Samkvæmt 10. gr. laga FF frá 2018 er formaður kjörinn sérstaklega og hefur stjórn FF því ákveðið að efna til kosninga. Kosið verður til formanns Félags framhaldsskólakennara dagana 17. til 23. september næstkomandi. 

Framboðsfrestur er til 5. september. 

Atkvæðagreiðsla fer fram á Mínum síðum og hefst klukkan 12.00 þriðjudaginn 17. september og lýkur klukkan 14.00 mánudaginn 23. september. Kosningar verða rafrænar samkvæmt ákvörðun fulltrúafundar FF frá 10. nóvember 2017.
Framboðum skal skila til formanns uppstillingarnefndar, Guðjóns Ragnars Jónassonar, gudjonr@mr.is, á þar til gerðu eyðublaði sem einnig berst skrifstofu FF. Kynningarfundur fyrir frambjóðendur verður haldinn á bilinu 8.-10. september, nánar ákveðið síðar.

Með kveðju,
Formaður kjörstjórnar FF, Lóa Steinunn Kristjánsdóttir,
Formaður uppstillingarnefndar, Guðjón Ragnar Jónasson

 

Skráningarform fyrir framboð til formanns.
 

Tengt efni