is / en / dk

27. Ágúst 2019

Guðrún Erlingsdóttir hefur verið ráðin í starf ráðgjafa hjá Félagi grunnskólakennara. Guðrún hóf störf í Kennarahúsinu í gær. Um er að ræða tímabundna ráðningu.

Guðrún er með meistarapróf í blaðamennsku frá Háskóla Íslands. Hún starfaði á árum áður sem formaður Verslunarmannafélags Vestmannaeyja og síðan sem sérfræðingur á kjarasviði VR í tvo áratugi. Hún hefur síðustu misserin starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu. 

Staða þjónustufulltrúa verður auglýst síðar en nú stendur yfir endurskoðun á þjónustustefnu Kennarasambandsins og fyrirhugað er að flytja starfsemi KÍ í ný húsakynni. Að þessari vinnu lokinni verður ráðið í stöðu þjónustufulltrúa. 

Guðrún er boðin velkomin til starfa í Kennarahúsinu. 

Tengt efni