is / en / dk

28. Ágúst 2019

Norræn ráðstefna um störf og hlutverk leiðsagnakennara í skólastarfi á Norðurlöndum verður haldin í Reykjavík dagana 11. og 12. nóvember næstkomandi. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Hlutverk leiðsagnarkennara á Norðurlöndum.

Á ráðstefnunni verður fjallað um þörfina á stefnumótun er kemur að leiðsögn og stuðningi við nýja kennara.

Tilgangur ráðstefnunar er mynda vettvang til að leiðsögn við kennara og auka skilning og þekkingu á mikilvægi þess að kennarar fái markvissa leiðsögn í upphafi starfsferils.

Ráðstefnan verður í fyrirlestraformi en auk þess verða pallborðsumræður og málstofur þar sem ýmis mál verða rædd. Ráðstefnan verður á ensku.

Ráðstefnan, sem er lokapunktur verkefnis sem hefur staðið yfir frá árinu 2017, er haldin á vegum NordPlus með stuðningi Norrænu ráðherranefndarinnar.

Að NordPlus-verkefninu standa Kennarasamband Íslands, Danmarks Lærerforening, IMAK á Grænlandi, Utdanningsforbundet í Noregi og tveir háskólar sem mennta kennara; Háskólinn í Suðaustur-Noregi og Háskólinn í Åbo í Finnlandi. Verkefninu lýkur formlega á næsta ári. 

Ráðstefnan er öllum opin og skráning er hér.

Hlekkkur á dagskrá ráðstefnunnar.

TENGLAR
Nánari upplýsingar á vefnum Norrænt samstarf.
Leiðsagnarkennarinn, lykill að velfarnaði eftir Önnu Maríu Gunnarsdóttur, varaformann KÍ.


 

Tengt efni