is / en / dk

05. September 2019

Frestur til að bjóða sig fram til formanns Félags framhaldsskólakennara (FF) rann út í gær. Tveir bjóða sig fram í formannsembættið; þeir Guðjón Hreinn Hauksson, starfandi formaður FF og framhaldsskólakennari við Menntaskólann á Akureyri, og Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, framhaldsskólakennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. 

Efnt verður til kynningarfundar í Gerðubergi, miðvikudagskvöldið 11. september klukkan 20. Þar munu frambjóðendur kynna sig og stefnumál sín. Fundurinn verður sendur út á vef Netsamfélagsins.

Atkvæðagreiðsla í formannskjörinu hefst klukkan 12 þriðjudaginn 17. september og lýkur klukkan 14 mánudaginn 23. september. Kosningarnar verða rafrænar. 

Kjörtímabil hins nýja formanns verður frá næstu mánaðamótum til næsta reglulega aðalfundar Félags framhaldsskólakennara árið 2022. 

 

Tengt efni