Kennarasamband Íslands, fyrir hönd Félags leikskólakennara, og Karen ehf., vegna leikskólans Gimlis, hafa gert með sér samkomulag um eingreiðslu og viðræðuáætlun vegna komandi kjarasamninga.
Eingreiðslan, sem samið er um, nemur 105 þúsund krónum og verður greidd út um næstu mánaðamót. Starfsfólk í fæðingarorlofi fær einnig eingreiðslu. Það er sameiginlegur samningur aðila að eingreiðslan sé hluti fyrirhugaðra launabreytinga á gildistíma hinna endurnýjuðu kjarasamninga og verði metin sem hluti af kostnaðaráhrifum þeirra.
Skrifað var undir samkomulagið í gær.
Karen ehf. rekur leikskólann Gimli sem er staðsettur í Reykjanesbæ.