is / en / dk

11. október 2019

Kennarasamband Íslands, fyrir hönd Félags leikskólakennara, og Skerjagarður hafa gert samkomulag um viðræðuáætlun vegna komandi kjarasamninga. 

Samkomulagið kveður meðal annars á um eingreiðslu að upphæð 105 þúsund krónur sem verður greidd út um næstu mánaðamót, 1. nóvember. Starfsfólk í fæðingarorlofi fær einnig eingreiðslu. Það er sameiginlegur samningur aðila að eingreiðslan sé hluti fyrirhugaðra launabreytinga á gildistíma hinna endurnýjuðu kjarasamninga og verði metin sem hluti af kostnaðaráhrifum þeirra. 

Skrifað var undir samkomulagið i fyrradag. 

Leikskólinn Skerjagarður er staðsettur við Bauganes í Skerjafirði. 

Tengt efni