is / en / dk

20. Nóvember 2019

Efni ráðstefnunnar um hlutverk leiðsagnarkennara í norrænu skólakerfi, sem fram fór í húsi Menntavísindasviðs HÍ í síðustu viku, er nú aðgengilegt á netinu. Á annað hundrað manns, frá Norðurlöndunum og Eistlandi, sóttu ráðstefnunna og þótti hún takast vel í alla staði.

Tilgangur ráðstefnunnar var að mynda vettvang til að leiðsögn við kennara og auka skilning og þekkingu á mikilvægi þess að kennarar fái markvissa leiðsögn í upphafi starfsferils. Þá var fjallað um þörfina á stefnumótun er kemur að leiðsögn og stuðningi við nýja kennara.

Aðalfyrirlesarar voru:

  • Hannu Heikkinen professor við Háskólann í Jyväskylä í Finnlandi – A Paradigme shift of Mentoring: From Apprenticeship towards Dialogue, Collaboration and Peer Learning. Glærur fyrirlestrarins.
  • Lisbeth Lunde Fredriksen, UC Viden, Danmark – Different elements for induction programs. What does international research recommend? Glærur fyrirlestrarins.
  • Eva Bjerkholt, dósent í Háskólanum í Suðaustur og Tove M. Thommesen, forstöðumaður Menntunar og þjálfunar, Noregi. – The Norwegian agreement: Principles and Obligations for Mentoring Newly Qualified Teachers in Kindergartens and Schools. Glærur fyrirlestrarins.

Vefur ráðstefnunnar.

 

   

 

 


 

Tengt efni