Félagsdómur felldi í gær úrskurð í svokölluðu „jafngildingarmáli“ Kennarasambands Íslands, vegna Félags grunnskólakennara, gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Úrskurður Félagsdóms er á þá leið að Samband íslenskra sveitarfélaga er sýknað af kröfu KÍ um að viðurkennt verði að kennarar með eldri leyfisbréf fái hækkanir til jafns við þá sem hafa leyfisbréf til kennslu á grundvelli meistaranáms.
Jafngildingarákvæðið er að finna í núgildandi kjarasamningi FG og Sambandsins. Þar segir meðal annars: „Miða skal við, að kennarapróf, sem lögum samkvæmt veita kennurum sömu starfsréttindi, séu jafngild til launa án tillits til þess, á hvaða tíma þau hafa verið tekin."
Fyrir rúmu ári, í október 2018, gerði stjórn FG kröfu um að kennarar fe...