is / en / dk

  Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:55 miðvikudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Arnarhóli, kl. 15:30 undir kjörorðinu: Breytum ekki konum, breytum samfélaginu! Síðastliðið ár hafa frásagnir kvenna af áreitni, ofbeldi og misrétti á vinnustöðum undirstrikað að brýnt sé að tryggja öryggi kvenna og jaðarsettra hópa á vinnumarkaði. Nú er nóg komið, konur eiga að vera óhultar heima og óhultar í vinnu! Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands um launamun kynjanna eru meðalatvinnutekjur kvenna 74% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 26% lægri atvinnutekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir 5 klukkustundir og 55 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–1...
Verðlaun í Smásagnasamkeppni Kennarasambands Íslands og Heimilis og skóla voru veitt við hátíðlega athöfn í Hannesarholti fyrr í dag.  Þetta er í fjórða skipti sem efnt til keppninnan en tilefnið er, sem fyrr, Alþjóðadagur kennara sem er í dag 5. október. Þátttakan þetta árið fór fram úr björtustu vonum og bárust vel á þriðja hundrað sögur frá nemendum í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Keppnisflokkarnir voru fimm og skiptust svona; leikskólinn, grunnskólinn 1. til 4. bekkur, grunnskólinn 5. til 7. bekkur, grunnskólinn 8. til 10. bekkur og framhaldsskólinn. Verðlaunahafar fengu viðurkenningarskjal og vandaða lestölvu.  Dómnefnd skipuðu Kristín Ómarsdóttir skáld, Kristján Jóhann Jónsson, dósent á Menntavísindasviði Háskóla Ísland...
„Íslenskan stendur á tímamótum og mikilvægt er að tryggja að íslensk tunga standi jafnfætis öðrum málum og sé notuð á öllum sviðum þjóðlífsins.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í viljayfirlýsingu um að staðið verði að vitundarvakningu um mikilvægi íslensks máls sem var undirrituð á Skólamálaþingi Kennarasambands Íslands sem fram fór í Veröld – húsi Vigdísar fyrr í dag þar sem fullt var út úr dyrum og fjölmargir fylgdust með á netinu. Yfirskrift Skólamálaþings var Íslenska er stórmál. Undir yfirlýsinguna rituðu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður KÍ, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sam...
Skólamálaþing Kennarasambands Íslands verður haldið í Veröld – húsi Vigdísar í dag. Fullbókað er á þingið, sem stendur frá 15 til 17, en við bendum áhugasömum á að fylgjast með beinni útsendingu á netinu.  Yfirskrift Skólamálaþings er Íslenskan er stórmál og verður fjallað um tunguna með ýmsum hætti. Dagskráin er fjölbreytt og margir sem stíga á stokk.  Dagskrá:  15:00 Setning, Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður KÍ  15:10 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands  15:15 Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, og Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor við Íslensku- og menningardeild, kynna fyrstu niðurstöður um yngsta hópinn í rannsókn á stöðu íslenskunnar í stafrænum heimi.   15:45 Jónína Hauksdótti...
Skrifstofa Kennarasambandsins verður lokuð frá og með klukkan 14:00 fimmtudaginn 4. október vegna Skólamálaþings KÍ. Opið verður með hefðbundnum hætti föstudaginn 5. október, frá klukkan 9:00 til 16:00.  Skólamálaþing er árlegur viðburður í tengslum við sem haldinn er hátíðlegur um heim allan 5. október. Íslenskan er þessu sinni þema Skólamálaþings.  Fullbókað er á Skólamálaþingið en áhugasömum er bent á að kynna sér dagskrána og þá verður hægt að fylgjast með þinginu í  
Persónuvernd hefur sent frá sér tilmæli til leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila og íþróttafélaga um notkun á samfélagsmiðlum.  Tilmælin eru svohljóðandi:  Að gefnu tilefni bendir Persónuvernd á að sérhver skóli, frístundaheimili og íþróttafélag, sem vinnur persónuupplýsingar um börn í starfi sínu, ber ábyrgð á slíkri vinnslu. Það er ávallt hlutverk ábyrgðaraðila að gæta að því að öll vinnsla persónuupplýsinga sé í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Miðlun persónuupplýsinga um börn í gegnum samfélagsmiðla, svo sem Facebook, telst til vinnslu persónuupplýsinga sem fellur undir gildissvið laganna. Í þessu samhengi er vert að árétta að ljósmyndir af einstaklingum teljast almennt til persónuu...
Á þriðja hundrað smásögur bárust í Smásagnasamkeppni KÍ og Heimilis og skóla þetta árið en frestur til að senda inn smásögu er liðinn. Þetta er fjórða árið sem efnt er til keppninnar í tenglum við Alþjóðdag kennara, 5. október. Á þeim degi verða verðlaun fyrir bestu smásögurnar veitt við hátíðlega athöfn.  Dómnefndin hefur nú fengið mikið og gott lesefni en í nefndinni sitja sem fyrr; Kristín Ómarsdóttir skáld, Kristján Jóhann Jónsson, dósent á Menntavísindasviði HÍ, og Bryndís Jónsdóttir, fyrir hönd Heimilis og skóla.  Það verður að spennandi að sjá hvaða sögur bera sigur úr býtum. Við þökkum nemendum á öllum skólastigum fyrir þátttökuna. 
Listi yfir fulltrúa Félags grunnskólakennara sem taka sæti í stjórnum, nefndum og ráðum á vegum KÍ liggur fyrir. Listinn var staðfestur af stjórn FG, að viðhöfðu samráði við svæðaformenn, í fyrradag en áður hafði þriggja manna vinnuhópur skilað af sér tillögum um skipan fulltrúa í stjórn, nefndir og ráð. Fjölmargir félagsmenn buðu fram krafta sína, sem er ánægjulegt, og hafði vinnuhópurinn ærinn starfa við að velja fulltrúa úr hópi mjög hæfra félagsmanna. Listinn er svohljóðandi:   VONARSJÓÐUR Arna B. Kristmanns aðalmaður Rósa Harðardóttir aðalmaður Kristín María Birgisdóttir varamaður Jónína Hólm varamaður   SJÚKRASJÓÐUR Margrét Sigríður Þórisdóttir aðalmaður Sigrún Þorbergsdót...
Íslenskan verður þema hins árlega Skólamálaþings KÍ sem verður haldið í Veröld Vigdísar 4. október.  Skólamálaþing Kennarasambands Íslands verður haldið þann 4. október kl. 15 – 17 í Veröld, húsi Vigdísar. Skólamálaþingið er haldið í tengslum við Alþjóðadag kennara sem haldinn er hátíðlegur um heim allan 5. október. Skólamálaráð KÍ hefur veg og vanda af skipulagningu þingsins nú sem fyrri ár.  Dagskrá: 15:00 Setning, Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður KÍ 15:10 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands 15:15 Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, og Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor við Íslensku- og menningardeild, kynna fyrstu niðurstöður um yngsta hópinn í rannsókninni Íslenskan í stafrænum heimi. ...
Ákveðið hefur verið að framlengja frest til að skila smásögu í Smásagnasamkeppni KÍ og Heimilis og skóla til klukkan 18 á sunnudag (23. september). Er þetta gert vegna fjölda áskorana.  Tilefni smásagnasamkeppninnar er , eða kennaradagurinn, sem haldinn er hátíðlegur hérlendis og um veröld alla 5. október. Þátttaka hefur farið fram úr vonum síðustu þrjú ár og ljóst að áhugi á skáldskap er til staðar í skólum landsins. Keppt er í fimm flokkum: leikskólinn grunnskólinn 1. – 4. bekkur grunnskólinn 5. – 7. bekkur* grunnskólinn 8. – 10. bekkur framhaldsskólinn Þema keppninnar hefur undanfarin ár verið kennarinn en í ár ætlum við að víkka þemað út. Við leggjum til að skólinn (eða skóladagurinn m...