is / en / dk

Skólamálaþing Kennarasambands Íslands verður haldið í Veröld – húsi Vigdísar í dag. Fullbókað er á þingið, sem stendur frá 15 til 17, en við bendum áhugasömum á að fylgjast með beinni útsendingu á netinu.  Yfirskrift Skólamálaþings er Íslenskan er stórmál og verður fjallað um tunguna með ýmsum hætti. Dagskráin er fjölbreytt og margir sem stíga á stokk.  Dagskrá:  15:00 Setning, Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður KÍ  15:10 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands  15:15 Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, og Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor við Íslensku- og menningardeild, kynna fyrstu niðurstöður um yngsta hópinn í rannsókn á stöðu íslenskunnar í stafrænum heimi.   15:45 Jónína Hauksdótti...
Skrifstofa Kennarasambandsins verður lokuð frá og með klukkan 14:00 fimmtudaginn 4. október vegna Skólamálaþings KÍ. Opið verður með hefðbundnum hætti föstudaginn 5. október, frá klukkan 9:00 til 16:00.  Skólamálaþing er árlegur viðburður í tengslum við sem haldinn er hátíðlegur um heim allan 5. október. Íslenskan er þessu sinni þema Skólamálaþings.  Fullbókað er á Skólamálaþingið en áhugasömum er bent á að kynna sér dagskrána og þá verður hægt að fylgjast með þinginu í  
Persónuvernd hefur sent frá sér tilmæli til leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila og íþróttafélaga um notkun á samfélagsmiðlum.  Tilmælin eru svohljóðandi:  Að gefnu tilefni bendir Persónuvernd á að sérhver skóli, frístundaheimili og íþróttafélag, sem vinnur persónuupplýsingar um börn í starfi sínu, ber ábyrgð á slíkri vinnslu. Það er ávallt hlutverk ábyrgðaraðila að gæta að því að öll vinnsla persónuupplýsinga sé í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Miðlun persónuupplýsinga um börn í gegnum samfélagsmiðla, svo sem Facebook, telst til vinnslu persónuupplýsinga sem fellur undir gildissvið laganna. Í þessu samhengi er vert að árétta að ljósmyndir af einstaklingum teljast almennt til persónuu...
Á þriðja hundrað smásögur bárust í Smásagnasamkeppni KÍ og Heimilis og skóla þetta árið en frestur til að senda inn smásögu er liðinn. Þetta er fjórða árið sem efnt er til keppninnar í tenglum við Alþjóðdag kennara, 5. október. Á þeim degi verða verðlaun fyrir bestu smásögurnar veitt við hátíðlega athöfn.  Dómnefndin hefur nú fengið mikið og gott lesefni en í nefndinni sitja sem fyrr; Kristín Ómarsdóttir skáld, Kristján Jóhann Jónsson, dósent á Menntavísindasviði HÍ, og Bryndís Jónsdóttir, fyrir hönd Heimilis og skóla.  Það verður að spennandi að sjá hvaða sögur bera sigur úr býtum. Við þökkum nemendum á öllum skólastigum fyrir þátttökuna. 
Listi yfir fulltrúa Félags grunnskólakennara sem taka sæti í stjórnum, nefndum og ráðum á vegum KÍ liggur fyrir. Listinn var staðfestur af stjórn FG, að viðhöfðu samráði við svæðaformenn, í fyrradag en áður hafði þriggja manna vinnuhópur skilað af sér tillögum um skipan fulltrúa í stjórn, nefndir og ráð. Fjölmargir félagsmenn buðu fram krafta sína, sem er ánægjulegt, og hafði vinnuhópurinn ærinn starfa við að velja fulltrúa úr hópi mjög hæfra félagsmanna. Listinn er svohljóðandi:   VONARSJÓÐUR Arna B. Kristmanns aðalmaður Rósa Harðardóttir aðalmaður Kristín María Birgisdóttir varamaður Jónína Hólm varamaður   SJÚKRASJÓÐUR Margrét Sigríður Þórisdóttir aðalmaður Sigrún Þorbergsdót...
Íslenskan verður þema hins árlega Skólamálaþings KÍ sem verður haldið í Veröld Vigdísar 4. október.  Skólamálaþing Kennarasambands Íslands verður haldið þann 4. október kl. 15 – 17 í Veröld, húsi Vigdísar. Skólamálaþingið er haldið í tengslum við Alþjóðadag kennara sem haldinn er hátíðlegur um heim allan 5. október. Skólamálaráð KÍ hefur veg og vanda af skipulagningu þingsins nú sem fyrri ár.  Dagskrá: 15:00 Setning, Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður KÍ 15:10 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands 15:15 Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, og Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor við Íslensku- og menningardeild, kynna fyrstu niðurstöður um yngsta hópinn í rannsókninni Íslenskan í stafrænum heimi. ...
Ákveðið hefur verið að framlengja frest til að skila smásögu í Smásagnasamkeppni KÍ og Heimilis og skóla til klukkan 18 á sunnudag (23. september). Er þetta gert vegna fjölda áskorana.  Tilefni smásagnasamkeppninnar er , eða kennaradagurinn, sem haldinn er hátíðlegur hérlendis og um veröld alla 5. október. Þátttaka hefur farið fram úr vonum síðustu þrjú ár og ljóst að áhugi á skáldskap er til staðar í skólum landsins. Keppt er í fimm flokkum: leikskólinn grunnskólinn 1. – 4. bekkur grunnskólinn 5. – 7. bekkur* grunnskólinn 8. – 10. bekkur framhaldsskólinn Þema keppninnar hefur undanfarin ár verið kennarinn en í ár ætlum við að víkka þemað út. Við leggjum til að skólinn (eða skóladagurinn m...
Tólf verkefni sem hafa á einn eða annan hátt, hagnýtt gildi fyrir framþróun í formlegri og óformlegri menntun, fengu viðurkenningu skóla- og frístundaráðs árið 2018. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt en markmið þeirra er að auka hagnýtingu rannsókna í leikskóla-, grunnskóla- og frístundastarfi í Reykjavík, vekja athygli á skóla- og frístundastarfi og hvetja meistaranema til að gera borgina að vettvangi rannsókna, náms og starfs. Á listanum má m.a. sjá verkefni um nám og kennslu um kynheilbrigði á unglingastigi séð frá sjónarhóli kennara, faglegt lærdómssamfélag milli leik- og grunnskólakennara í samreknum skólum, tungumálafjölbreytni hjá börnum á Íslandi, stærðfræðikennslu í fjölmenningarbekk og margt fleira. 
Þingsályktun um íslensku sem þjóðtungu og opinbert mál á Íslandi verður lög fyrir Alþingi í haust. Í tillögunni eru aðgerðir í 22 liðum íslenskunni til stuðnings og er markmiðið m.a. að efla íslenskukennslu og stuðla að vitundarvakningu um mikilvægi og sérstöðu tungumálsins.  Ráðherra leggur einnig áherslu á íslensku í stafrænum heimi sem kemur inn á tungumálið, tölvur og tækniþróun. Unnið verður eftir verkáætluninni Máltækni fyrir íslensku 2018-2022 en í henni felst að þróa og byggja upp tæknilega innviði sem nauðsynlegir eru til að brúa bil milli talmáls og búnaðar.   
Opnað verður fyrir bókanir í sumarhús KÍ, fyrir tímabilið 9. janúar til 7. júní 2019, klukkan 18:00 í dag, þriðjudaginn 11. september. Reglan „fyrstur kemur, fyrstur fær“ gildir. Símavakt verður á skrifstofu milli klukkan 18-19 í dag. Símanúmer verður birt á . Áfram verður bundin helgarleiga frá klukkan 16 á föstudegi til klukkan 18 á sunnudegi í orlofshúsum KÍ á Flúðum og í Kjarnaskógi. Um þessar mundir er verið að endurnýja þrjú orlofshús í Ásabyggð (hús nr. 41, 42 og 43). Áformað er að þau verði tilbúin til útleigu í lok þessa árs. Tilkynning um útleigu þessara húsa verður sett á Orlofsvefinn þegar þau eru tilbúin.  Þá verður unnið að minniháttar viðhaldi í báðum húsum KÍ við Sóleyjargötu í Reykjavík. Vera kann að íbúðir verði...