is / en / dk

Kennarasamband Íslands styður baráttu ljósmæðra fyrir hærri launum og bættum starfskjörum. Ályktun þessa efnis var samþykkt einróma á 7. þingi Kennarasambands Íslands sem fram fór í apríl sl.  Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins hefur staðið lengi yfir og þótti stjórn KÍ tilefni til að birta aftur stuðningsyfirlýsinguna. Síðar í dag fundar samninganefnd ljósmæðra með samninganefnd ríkisins, en jafnframt hefur verið boðað til samstöðufundar með ljósmæðrum við húsnæði ríkissáttasemjara kl. 13:40 í dag, miðvikudag.  
Í kjölfar umræðu um skort á kennurum eru jákvæð teikn á lofti hvað varðar aðsókn að kennaranámi. Við Háskóla Íslands eru nú 1.288 umsóknir á Menntavísindasviði sem er ríflega 16% fjölgun frá fyrra ári. Umsóknum um grunnskólakennaranám fjölgaði um 6% og leikskólakennaranám um 60%. Alls sóttu 677 um framhaldsnám en til samanburðar má geta þess að árið 2017 voru einungis 447 umsóknir um framhaldsnámið. Við Háskólann á Akureyri er sömu sögu að segja, en þar er aukningin rúmlega 50% í grunnnám í kennaradeild. Aðsókn í menntun framhaldsskólakennara hefur verið svipuð síðustu ár og hafa nú rúmlega 100 manns fengið boð um skólavist fyrir næsta ár. Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður KÍ, segir þetta ánægjulega þróun: „Við fögnum þessum...
Samninganefnd Félags leikskólakennara og samninganefnd sveitarfélaganna hafa komist að samkomulagi um breytingar á kjarasamingi FL og Sambands íslenskra sveitarfélaga – í samræmi við Bókun 1 frá 2015. Breytingarnar hafa meðal annars í för með sér að launatöflur hækka og samningstími gildandi kjarasamnings lengist um þrjá mánuði.  Helstu breytingar eru þessar:  Launatöflur leikskólakennara og þeirra sem hafa aðra háskólamenntun en leikskólafræði hækka um u.þ.b 1.1% frá 1. júní 2018. Nýr menntunarkafli vegna framhaldsmenntunar tekur í gildi hjá þeim sem taka laun samkvæmt launatöflu A þann 1. ágúst 2018. Sá kafli gefur 2% launahækkun fyrir hverjar 30 ECTS einingar umfram B.ed próf, að hámarki 16%. Til glöggvunar þýðir þet...
Félag grunnskólakennara auglýsir eftir félagsfólki til að taka sæti í stjórnum, ráðum og nefndum á vegum FG og Kennarasambands Íslands. Um er ræða eftirfarandi sjóði en FG skipar þar einn aðalfulltrúa og einn til vara.  Vonarsjóður FG og SÍ Sjúkrasjóður KÍ Orlofssjóður KÍ Vinnudeilusjóður KÍ  Þá er óskað eftir fulltrúum í eftirtaldar stjórnir og nefndir:  Vinnuumhverfisnefnd Kjörstjórn Framboðsnefnd Útgáfuráð Jafnréttisnefnd Siðaráð Skoðunarmenn reikninga FG Þeir sem hafa áhuga á að starfa í áðurgreindum sjóðstjórnum eru beðnir að senda upplýsingar til Þorgerðar Laufeyjar Diðriksdóttur, formanns FG, () eða til Hjördísar Albertsdóttur, varaformanns FG, (...
Niðurstöður í atkvæðagreiðslu Félags leikskólakennara til trúnaðarstarfa á vegum Kennarasambands Íslands liggja fyrir. Kosnir voru fulltrúar FL í vísindasjóð FL/FSL, í sjúkrasjóð, orlofssjóð, vinnudeilusjóð, framboðsnefnd, jafnréttisnefnd, kjörstjórn, siðaráð og vinnuumhverfisnefnd. Alls voru sextán félagsmenn FL í framboði. Engin framboð bárust í framboðsnefnd og útgáfuráð.  Eftirtaldir eru fulltrúar Félags leikskólakennara í nefndum og ráðum KÍ á kjörtímabilinu 2018 til 2022.  Vísindasjóður FL og FSL–  Anna Kristmundsdóttir Aðrir í framboði sem náðu ekki kjöri: Helena Helgadóttir, Sigurbaldur P. Frímannsson, Sophia Luise Kistenmacher og Þórdís Árný Örnólfsdóttir   Sjúkrasjóður: Þórunn Óskarsdóttir Aðrir í fra...
Stjórn Skólastjórafélags Íslands ályktaði á dögunum um leyfisbréfamál kennara og var ályktunin send mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Dögg Alfreðsdóttur, í dag. Ályktunin er svohljóðandi: Á fundi stjórnar Skólastjórafélags Íslands, sem haldinn var fimmtudaginn 14. júní 2018, var samþykkt eftirfarandi ályktun: Í lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leik-, grunn og framhaldsskóla nr. 87/2008, er í 21. grein laganna fjallað um heimild kennara með leyfisbréf á ákveðnu skólastigi til kennslu á aðliggjandi skólastigi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Ljóst er að nú vantar töluvert að kennurum með leyfisbréf á grunnskólastigi til kennslu á komandi skólaári og líklega á næstu árum. Á sama tíma, vegna styt...
90% félagsmanna FF/FS, sem starfa í Menntaskóla Borgarfjarðar samþykktu samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi Kennarasambands Íslands v/framhaldsskóla og Menntaskóla Borgarfjarðar, sem skrifað var undir 12. júní síðastliðinn. Á kjörskrá voru 13 og atkvæði greiddu tíu. Já sögðu níu eða 90%, enginn sagði nei en einn skilaði auðu.  
Kennarahúsinu verður lokað klukkan 15 á föstudögum í sumar. Gildir þessi skerti afgreiðslutími til og með föstudeginum 10. ágúst næstkomandi.  Þá er athygli félagsmanna vakin á því að sumarlokun Kennarahússins hefst mánudaginn 16. júlí og stendur venju samkvæmt í þrjár vikur. Skrifstofa KÍ verður opnuð á nýjan leik að morgni þriðjudagsins 7. ágúst.  Þeir sem þurfa að hafa samband við Orlofssjóð KÍ á meðan á sumarlokun stendur geta hringt í síma 595 1170 á milli klukkan 9 og 12 alla virka daga. Einnig er hægt að senda tölvupóst á .  
Félagar í FF og FS sem starfa í Menntaskóla Borgarfjarðar ganga nú til atkvæða um nýjan kjarasamning. Atkvæði verða greidd um breytingar og framlengingu á kjarasamningi Kennarasambands Íslands v/framhaldsskóla og Menntaskóla Borgarfjarðar sem var undirritaður 12. júní 2018.  Atkvæðagreiðslan hefst klukkan 14:00 í dag, fimmtudaginn 14. júní, og lýkur klukkan 14:00 mánudaginn 18. júní.  Atkvæðagreiðslan fer fram á . Hægt er að greiða atkvæði í hvaða nettengdri tölvu sem er. Kjósendur þurfa að skrá sig inn á Mínar síður með Íslykli eða Rafrænum skilríkjum. Þeir sem ekki eru komnir með Íslykil geta pantað hann með því að smella á hnappinn Mig vantar Íslykil sem er á innskráningarsíðunni. Þegar komið er inn á Mínar síður bir...
Stjórn Félags framhaldsskólakennara skorar á mennta- og menningarmálaráðherra að útfæra þegar í stað 21. grein laga nr. 87/2008 sem fjalla um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leik-, grunn- og framhaldsskóla. Stjórn FF fer fram á að lagagreininni verði breytt þannig að hægt sé að veita kennurum með leyfisbréf til kennslu í framhaldsskóla jafnframt full réttindi til kennslu í 8. til 10. bekk grunnskólans.  Stjórn FF telur jafnframt að veita eigi kennurum sem hafa leyfisbréf til kennslu í grunnskóla og hafa lokið að minnsta kosti 120 námseininga sérmenntun í kennslugrein á sérsviði sínu sambærilega heimild til kennslu í byrjunaráföngum framhaldsskóla.  Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, se...