is / en / dk

Í kjölfar umræðu um áherslur Reykjavíkurborgar í málefnum leikskóla þar sem fjölga á plássum og taka börn fyrr inn í leikskóla hafa margar spurningar vaknað. „Við hjá Félagi leikskólakennara höfum bent á að skynsamlegt væri að hægja á vexti leikskólastigsins og taka ekki inn yngri börn á meðan kraftur verði settur í nýliðun stéttarinnar,“ segir Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara. Hjá Reykjavíkurborg er hlutfall leikskólakennara sem starfa við uppeldi og menntun tæplega 30%, en það hlutfall er einnig meðaltal allra sveitarfélaga. Samkvæmt lögum 87/2008 eiga að lágmarki 2/3 hlutar þeirra er sinna uppeldi og menntun í leikskólum að hafa leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi eða 66,66%.  „Fyrir fimm milljarða gæ...
Í framhaldi af fréttum vikunnar þar sem umræða hefur verið um fjölgun leikskólarýma vekur stjórn Félags stjórnenda leikskóla athygli á stöðu fagmenntunar í leikskólum landsins. Lögum samkvæmt skulu leikskólar hafa að lágmarki 2/3 hluta starfsmanna með leyfisbréf til leikskólakennslu.  Staðreyndin í dag er sú að eingöngu 1/3 hluti starfsfólks í leikskólum landsins hefur tilskilin réttindi. Dæmi eru um að skólar hafi aðeins einn leikskólakennara, það er skólastjórinn sem er eini starfandi fagmenntaði aðilinn. Því miður eru einnig allmörg dæmi um skóla þar sem deildarstjórar hafa ekki leyfisbréf til kennslu í leikskóla.  Stjórn Félags stjórnenda leikskóla vill árétta við rekstraraðila leikskóla að hlúa að faglegu starfi leikskól...
„Að setja kennslu á öllum skólastigum undir sama hatt með einu leyfisbréfi rýrir gildi kennaramenntunar á öllum skólastigum og gerir lítið úr þeirri sérþekkingu sem felst í starfi kennara." Þetta er meðal þess sem kemur fram í ályktun sem var samþykkt á félagsfundi Félags framhaldsskólakennara sem fram fór í Fjölbrautaskólanum við Ármúla nú síðdegis. Efni fundarins var útgáfa leyfisbréfa til kennslu og fyrirhugaðar breytingar á þeim.  Í ályktun fundarins er þeirri eindregnu afstöðu jafnframt lýst að „núverandi lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 87/2008 verði virt hvað varðar útgáfu leyfisbréfa til kennslu.“ Þá er ráðherra menntamála hvattur til að bjóða fulltrúum féla...
Félag kennara Menntaskólans í Reykjavík mótmælir harðlega öllum hugmyndum um að gefið verði út eitt leyfisbréf til kennara óháð skólastigum, þ.e. leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu félagsins og telur það mikilvægt að huga að þörfum og nauðsynjum hvers skólastigs fyrir sig og álítur hugmyndir um eitt leyfisbréf fyrir öll skólastig gjörsamlega óverjandi ef hafa eigi hagsmuni nemenda í fyrirrúmi. Með hugmyndunum sé alvarlega vegið að faglegum forsendum hvers skólastigs fyrir sig, sem og þeim grundvallarmannréttindum nemenda að tryggja þeim bestu fáanlegu menntun á hverju skólastigi. Síðar í dag, mánudag, boðar stjórn Félags framhaldsskólakennara til almenns félagsfundar um hugmynd mennta- og menningarmá...
Ný stjórn Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum var kjörin á aðalfundi félagsins sem fram fór á Grand Hótel Reykjavík laugardaginn 10. nóvember. Sigrún Grendal gaf ein kost á sér í embætti formanns og var þar af leiðandi sjálfkjörin.  Eftirtaldir voru kjörnir í stjórn félagsins og varastjórn á aðalfundinum:   STJÓRN FT OG VARASTJÓRN Stjórn FT skipa auk formanns: Aron Örn Óskarsson, Ingunn Ósk Sturludóttir, Vilberg Viggósson og Örlygur Benediktsson.   Varastjórn skipa: Árni Sigurbjarnarson, Jón Gunnar Biering Margeirsson og Þórarinn Stefánsson.   SAMNINGANEFND FT Á aðalfundi félagsins skal kjósa þrjá fulltrúa sem ásamt stjórn félagsins mynda samninganefnd. Eftirtaldir þrír fulltrúar...
Kanadískt skólafólk er í heimsókn hérlendis til að kynna sér íslenskt skólastarf. Nánar tiltekið er hópurinn frá Alberta í Kanada og í hópnum eru nemendur, kennarar og skólastjórar. Heimsóknin er hluti af ALICE, Alberta – Iceland International Research Partnership. Hópurinn situr fund í dag ásamt fulltrúum Íslands og grundvallarspurning fundarins er hvernig alþjóðlegt samstarf geti gert skóla að betri stað. Eftir samræður íslensku nemendanna og þeirra kanadísku var niðurstaðan sú að íslenskir skólar eru fjölbreyttir og taka ríkulegt tillit til ólíkra þarfa nemenda. Kennarar eru góðir og vinalegir og taka mark á skoðunum nemenda og það sem ekki síst skipti máli, þeir standa við bakið á nemendum. Það sem helst mætti bæta væri að ta...
Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum heldur aðalfund félagsins laugardaginn 10. nóvember 2018. Fundurinn fer fram í Galleríi Hótel Reykjavík og stendur frá klukkan 13:00 til 15:30.  Dagskrá fundarins er eftirfarandi:  Hefðbundin aðalfundarstörf Kl. 13:00 Setning: Sigrún Grendal, formaður FT Kosning starfsmanna fundarins Skýrsla stjórnar Ársreikningar félagsins Lagabreytingar (engar lagabreytingar liggja fyrir fundinum) Kosning nýrrar stjórnar Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara Kosning þriggja fulltrúa í samninganefnd (sbr. 16. gr. laga FT) Önnur mál Stjórnarskipti  Kaffi og með því Sérstakt umræðuefni á aðalfundi FT 2018 ...
Skrifstofa Kennarahúss verður opnuð kl. 11 föstudaginn 2. nóvember, en fyrr um morguninn er starfsmannafundur.    
Félag grunnskólakennara hefur ákveðið að gefa félagsmönnum KÍ kost á að fá Handbók grunnskólakennara 2018 á meðan birgðir endast. Félagsmenn geta nálgast handbókina í Kennarahúsinu næstu daga.  Félag grunnskólakennara tók þá ákvörðun að gefa Handbók grunnskólakennara út eftir að 7. Þing KÍ, sem fram fór í apríl á þessu ári, ákvað að hætta með öllu útgáfu Handbókar kennara en sú bók hafði komið út á vegum sambandsins um langt árabil. 
Konur, sem starfa í Kennarahúsinu, ganga út klukkan 14:55 í dag, miðvikudaginn 24. október, vegna kvennafrís. Konur í Reykjavík munu fylkja liði og mæta til samstöðufundar á Arnarhóli undir kjörorðinu Breytum ekki konum, breytum samfélaginu.  Síðastliðið ár hafa frásagnir kvenna af áreitni, ofbeldi og misrétti á vinnustöðum undirstrikað að brýnt sé að tryggja öryggi kvenna og jaðarsettra hópa á vinnumarkaði. Nú er nóg komið, konur eiga að vera óhultar heima og óhultar í vinnu! Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands um launamun kynjanna eru meðalatvinnutekjur kvenna 74% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 26% lægri atvinnutekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir 5 klukkustundir og 55 ...