is / en / dk

Nýjar ritreglur um greinarmerkjasetningu sem gilda um stafsetningarkennslu í skólum voru gefnar út í sumar. Ekki er um að ræða grundvallarbreytingar heldur er texti um þær sem fylgir nú skýrari og betri dæmi fundin til.  Reglur þessar, sem Íslensk málnefnd semur, eru síðari hluti endurskoðunar málnefndarinnar á íslenskum ritreglum og gilda til viðbótar réttritunarreglum sem birtar voru 6. júní 2016.    
Hrafnhildur Ragnarsdóttir, prófessor í þroska- og sálmálvísindum við Háskóla Íslands lætur af störfum nú eftir fjörutíu ára farsælan starfsferil sem kennari og fræðimaður. Rannsóknir Hrafnhildar hafa að mestu snúist um málþroska barna, þróun málnotkunar og textagerðar frá frumbernsku til fullorðinsára og tengsl málþroska og málnotkunar við aðra þroskaþætti, einkum vit- og félagsþroska og við lesskilning og ritun. Framlag Hrafnhildar til rannsókna og kennslu er ómetanlegt og stofnaði hún m.a. Rannsóknarstofu um þroska, mál og læsi barna og unglinga. Á dögunum var haldin ráðstefna henni til heiðurs og voru þátttakendur á þriðja hundrað. Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, sat ráðstefnuna og gerði grein fyrir henni í...
  Blásið hefur verið til Smásagnasamkeppni KÍ og Heimilis og skóla fjórða haustið í röð. Tilefni smásagnasamkeppninnar er Alþjóðadagur kennara, eða kennaradagurinn, sem haldinn er hátíðlegur hérlendis og um veröld alla 5. október. Þátttaka hefur farið fram úr vonum síðustu þrjú og ljóst að áhugi á skáldskap er til staðar í skólum landsins.  Keppt er í fimm flokkum:  leikskólinn grunnskólinn 1. – 4. bekkur grunnskólinn 5. – 7. bekkur* grunnskólinn 8. – 10. bekkur framhaldsskólinn Þema keppninnar hefur undanfarin ár verið kennarinn en í ár ætlum við að víkka þemað út. Við leggjum til að skólinn (eða skóladagurinn minn) verði þema keppninnar en að sjálfsögðu hafa þátttakendur afar frjáls efnistö...
Samtök líffræðikennara, Samlíf, hvetja menntamálaráðherra til að gaumgæfa vel uppbyggingu í raungreinakennslu meðal annars með áherslu á verklega kennslu til að tryggja að nemendur nái tilsettum hæfniviðmiðum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ályktun sem Samlíf hefur sent Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra.  Í ályktuninni segir að á sama tíma og kennsla í raungreinum hafi dregist saman í framhaldsskólum hefur kennslustundum í raungreinum í efstu bekkjum grunnskóla verið fækkað. Samlíf telur að í ljósi styttingar náms til stúdentsprófs væri eðlilegra að fjölga kennslustundum í náttúrugreinum í grunnskólum. „Verkleg kennsla í raungreinum hefur jafnframt dregist saman og fáir skólar hafa tök á því að bjóða upp á frambærilegar ve...
Framkvæmdir hafa staðið yfir í tveimur orlofshúsabyggðum Kennarasambandsins, í Ásabyggð á Flúðum og í Kjarnaskógi við Akureyri, frá því síðastliðinn vetur. Í Ásabyggð er Orlofssjóður að endurnýja þrjú hús eða nr. 41, 42 og 43 en sjötta þing KÍ samþykkti ályktun þess efnis. Eldri húsin voru fjarlægð í janúar sl. og er nú vinna við ytri frágang nýju húsanna í fullum gangi. Áætlanir gera ráð fyrir að þau verði tilbúin til útleigu fyrir félagsmenn í lok árs. Nýju húsin verða sambærileg húsum nr. 32, 33 og 34 í Ásabyggð. Vorið 2019 eru fyrirhugaðar frekari framkvæmdir á Sóleyjargötu 25, en þá þarf að skipta um þak á húsinu. Ljóst er að loka þarf húsinu um tíma en óneitanlega verður eitthvað ónæði á meðan á framkvæmdum stendur. Í K...
Alþjóðadagur kennara, eða kennaradagurinn eins og hann er líka kallaður, verður haldinn hátíðlegur hér á landi og um heim allan 5. október.  Stofnað var til að frumkvæði UNESCO og Alþjóðasamtaka kennara () árið 1994. Markmiðið með deginum hefur ávallt verið að vekja athygli á því mikilvæga starfi sem kennarar gegna í heiminum – en líka að efla samtakamátt kennara og huga að hvernig menntun barna verður best háttað í framtíðinni. Kennarasamband Íslands mun sem fyrr fagna kennaradeginum með ýmsum hætti. Efnt verður til smásagnasamkeppni í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum um land allt. Smásagnasamkeppnin er nú haldin í fjórða sinn en þátttaka hefur verið góð frá upphafi. Við hvetjum kennara á öllum skólastigum til að vekj...
Stjórn Félags grunnskólakennara ákvað á fundi sínum í gær að hefja útgáfu kennarahandbókar fyrir skólaárið 2018-2019. Ákvörðun stjórnar er í samræmi við ályktun sem var samþykkt á aðalfundi Félags grunnskólakennara sem fram fór í Borgarnesi í maí síðastliðnum. Handbókin er einungis ætluð félagsmönnum FG. Vinna við handbókina er hafin og verða nánari upplýsingar um útgáfudag birtar um leið og þær liggja fyrir.   Vert er að minna á að Kennarasamband Íslands hefur hætt útgáfu handbókar kennara fyrir félagsmenn en ákvörðun þess efnis var tekin á 7. þingi KÍ í apríl á þessu ári. 
Fræðslu- og kynningarsjóður FG tekur við umsóknum í gegnum Mínar síður á vef KÍ. Umsóknarfrestur um styrki er til 1. mars og 1. september ár hvert og eru styrkir veittir í kjölfarið; annars vegar í apríl og hins vegar í október.  Fræðslu- og kynningarsjóður FG var settur á laggirnar árið 2018 og eru grunnmarkmið sjóðsins þessi: A - Styrkja menntunarátak starfandi félagsmanna FG með leyfisbréf til grunnskólakennslu til að afla sér fyrstu meistaragráðu. B - Útgáfu á fræðslu- og kynningarefni um nýja strauma og stefnur í málefnum kennara og efni sem ætlað er að styrkja kennara í starfi. C - Styrkja rannsóknir, ritgerðasmíði eða útgáfu á efni sem styrkir og bætir starf og starfsaðstæður kennara, auk þess að hafa jákvæ...
Félag framhaldsskólakennara (FF) auglýsir eftir þjónustufulltrúa í fullt starf á skrifstofu félagsins.  FF er eitt aðildarfélaga Kennarasambands Íslands og til húsa í Kennarahúsinu að Laufásvegi 81.  Menntunarkröfur: Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Æskilegt er að viðkomandi hafi leyfisbréf sem framhaldsskólakennari.  Reynsla: Kennslureynsla í framhaldsskóla er kostur, ásamt þekkingu á opinberri stjórnsýslu.  Verkefni: Aðstoð við félagsmenn varðandi vinnumat, réttindamál og túlkun kjarasamnings. Samskipti við félagsmenn og annað sem til fellur á hverjum tíma.  Hæfniskröfur: Færni mannlegum samskiptum og þjónustulipurð.  Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.  Til að byrja með er r...
Vinna er hafin við að móta nýja menntastefnu Íslands til ársins 2030. Fundaröð í tengslum við þá vinnu hefst í byrjun september og verða alls 23 fræðslu- og umræðufundir um allt land. Eitt af markmiðum nýrrar menntastefnu verður að tryggja að allir í skólasamfélaginu líti á skólastarf án aðgreiningar sem grundvöll gæðamenntunar fyrir alla nemendur í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar.  Kennarasamband Íslands hefur unnið að endurmati og þróun á stefnu sem kennd er við menntun fyrir alla ásamt mennta- og menningarmálaráðuneyti, velferðarráðuneyti, ráðuneyti félags- og jafnréttismála og heilbrigðismála, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Skólameistarafélagi Íslands, Heimili og skóla og Háskóla Í...