is / en / dk

Lengi hefur verið litið svo á að markmið menntunar væri að víkka út hugann og að þroska nemendur til sjálfstæðis í hugsunum og athöfnum. En síðustu áratugi hefur þróunin víðs vegar í heiminum verið sú að meta menntun út frá mælikvörðum markaðslögmálanna. Litið er á skóla sem þjónustustofnanir og menntun sem verslunarvöru sem kemur meðal annars fram í samkeppni skóla um nemendur, fjölgun einkaskóla og áherslu á mælingar og árangur. Fræðimaðurinn Gert Biesta er einn þeirra sem fjallað hefur mikið um tilgang menntunar og breytingar á viðhorfum til menntunar út frá spurningunni: Hvað er góð menntun? Hann segir að sýnin á menntastofnanir sem þjónustustofnanir og menntun sem verslunarvöru horfi alveg fram hjá því meginhlutverki menntastofn...
Jafnréttisnefnd KÍ sendi á síðasta skólaári bréf til skólastjóra allra grunnskóla landinu þar sem þeir voru hvattir til að sinna og styðja við jafnréttisfræðslu í grunnskólum. Í bréfi jafnréttisnefndar sem sent var til grunnskólastjóra í nóvember 2015 var spurt hvað skólinn sé að gera varðandi jafnréttisfræðslu, þeir hvattir til að taka erindið upp með kennurum og öðru starfsfólki skólans og bent á upplýsingar um margvíslegt gagnlegt efni sem hægt er að nýta í jafnréttisfræðslu. Eftir áramót var svo grennslast fyrir um móttöku erindisins og stöðu mála. Tæplega 50 grunnskólar af um 178 svöruðu fyrirspurninni. Langflestir grunnskólanna eru með jafnréttisáætlun sem tekur bæði til kennara og nemenda og um rúmlega þriðjungur var með aðge...
Skýrslur Heildarsamtaka vinnumarkaðarins (SALEK) fjalla um launaþróun á vinnumarkaði frá árinu 2006. Í þriðju skýrslu SALEK hópsins ( Í kjölfar kjarasamninga) sem kom út nú nýverið kemur fram að laun framhaldsskólakennara hafi hækkað mest allra hópa á íslenskum vinnumarkaði, en frá árinu 2006 hafa regluleg laun framhaldsskólakennara hækkað um 85,9% á meðan laun heildarsafns allra aðila vinnumarkaðarins hafa hækkað um 78,6%. Það er rétt að framhaldsskólakennarar náðu nokkrum árangri í síðustu kjarasamningum í kjölfar verkfalls og mjög erfiðra skipulagsbreytinga á vinnutímaramma. Mikilvægt er að hafa í huga að skýrslur SALEK-hópsins setja allar grunnlínur við árið 2006 burtséð frá því hvernig launaröðun mismunandi hópa er háttað. Skoðu...
Nýverið sat ég ráðstefnu Alþjóða kennarasamtakanna (EI) og OECD. Á ráðstefnunni var m.a. rætt um skóla­þróun í OECD-ríkjunum og hvernig við getum best náð árangri í skólastarfinu. Eitt af því sem mikið er í umræðu og skoðun þessara aðila er þróun einkavæðingar og útvistunar verkefna úr skólakerfinu. Alþjóða kennarasamtökin hafa af þessu miklar áhyggjur og hafa kortlagt þessa þróun. Við þá skoðun ­hefur verið sýnt fram á að best sé að hafa skólastarfið í höndum hins opinbera því það tryggi best gæði og veiti þegnunum jafnræði. Réttur allra til náms er mikilvæg grunnmannréttindi og þau á að tryggja. Það gerum við best með því að opinberir aðilar annist og reki skólakerfi. Þetta er skoðun Alþjóðasamtaka kennara EI og KÍ. Þetta er rétt a...
Alvarleg rekstrarstaða framhaldsskólanna er augljós. Það er líka orðið ljóst að loforð um umbætur eru orðin tóm af hálfu menntamálaráðherra. Skólameistarar í framhaldsskólunum hafa nú bent réttilega á að staðan sé orðin svo alvarleg að ekki sé til inneign fyrir helstu rekstrargjöldum og jafnvel ekki heldur launum starfsfólks en laun eru langstærsti rekstrarliður framhaldsskólanna. Það er nefnilega þannig að svokölluð launastika ræður því hvernig fjármunum er úthlutað til framhaldsskólanna. Launastikan verður að endurspegla starfsmannahald hvers skóla sem getur verið nokkuð mismunandi. Meðalaldur kennara hækkar til dæmis launakostnað þar sem reyndari kennarar eru á hærri launum. Hátt menntunarstig getur að sama skapi aukið l...
Ný reglugerð – ný atriði sem þarf að vinna með Í nóvember 2015 tók gildi ný . Reglugerðin inniheldur margt nýtt er varðar öryggi, líðan og samskipti starfsfólks í vinnunni, meðal annars við aðila sem ekki er samstarfsfólk en hefur tengsl við vinnustaðinn (s.s. nemendur og foreldra). Nýja reglugerðin er mikilvæg. Í henni er sett fram skýr stefna þar sem þessum alvarlegu málefnum er sköpuð umgjörð og kveðið á um réttindi og skyldur starfsfólks og stjórnenda. Skólastjórnendum og trúnaðarmönnum í KÍ var sendur tölvupóstur í lok desember 2015 þar sem athygli var vakin á nýju reglugerðinni og gerð grein fyrir helstu atriðum. Þau eru: Ný skilgreining á hugtakinu einelti (3. gr.). Skilgreiningar á öðrum hugtökum; kynferðisleg...
Trúnaðarmenn gegna mikilvægu eftirlitshlutverki í ráðningarferli félagsmanna Kennarasambands Íslands (KÍ) á vinnustað. Skólastjórnendum ber lögum samkvæmt að gefa trúnaðarmönnum viðeigandi upplýsingar þegar staða losnar á vinnustað eða ef fyrirhugað er að bæta við starfsmanni. Gildir þetta bæði um fyrirhugaðar tímabundnar og ótímabundnar ráðningar, sbr. lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1996.1 Verði trúnaðarmaður var við að skólastjóri2 hafi ekki upplýst hann um lausar stöður að fyrra bragði áður en farið er í ráðningarferli er mikilvægt að trúnaðarmaður bendi skólastjóra á þessa skyldu hans og óski eftir því að framvegis upplýsi skólastjóri trúnaðarmann um laus störf áður en farið er í ráðningarferli. En hvað á v...
Væri ekki yndislegt að gúgla orðið KENNARI og/eða orðið SKEMMTILEGUR og fá strax á fyrstu síðu niðurstaðnanna samhengið skemmtilegur kennari? Eða skemmtilegur skóli. Eitthvað sem tengir saman kennara, nám og menntun á jákvæðu nótunum. Það væri svo sannarlega góð upplifun, og með markvissri notkun orða og orðasambanda í tjáningu kennara á netinu er hún raunhæfur möguleiki. Kennarasamband Íslands, kennarasamtök, skólar og einstakir kennarar reka samfélagsmiðla þar sem hægt er að skapa og deila innihaldi, og taka þátt í tengslaneti kennara á ýmsum nótum. Á samfélagsmiðlunum geta kennarar í sameiningu unnið markvisst að því að setja jákvæð orð og upplifun og kennara í sama flokk, með því að gjörnýta í þessum tilgangi innihald sem kenna...
Í áætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum 2011-2014 var sett fram markmið um að inntak kennaramenntunar yrði endurskoðað og háskólar hvattir til að innleiða skyldunámskeið í kynjafræði fyrir alla nemendur. Í skýrslu félags- og húsnæðismálaráðherra um stöðu og þróun jafnréttismála 2013-2015, sem kom út í nóvember 2015, kemur fram að sú vinna sem farið var í við endurskoðun kennaramenntunar hafi ekki skilað þeim árangri sem vonast var til. Háskólanemum er ekki skylt að taka grunnáfanga í kynjafræði. Ástæður þess eru meðal annars taldar að flesta kennara á háskólastigi skorti grunnþekkingu í kynjafræði til að geta miðlað kynjasjónarmiðum og slíkri þekkingu til háskólanema. Þrátt fyrir að Ísland vermi toppsæti þegar kemur að jafnré...
Formaður fjárlaganefndar hefur ítrekað gagnrýnt réttarstöðu opinberra starfsmanna eins og þar sé um verulegt vandamál að ræða. Ekki er annað að heyra en formaðurinn vilji heimildir til þess að reka opinbera starfsmenn án ástæðu og að geðþóttaákvarðanir geti ráðið för. Um opinbera starfsmenn gilda lög nr. 70/1996 og Stjórnsýslulög nr. 37/1993. Stjórnsýslulög eru reyndar almenn löggjöf um stjórnsýslu og vinnureglur stjórnvalda og falla allir borgarar undir þau lög í samskiptum sínum við hið opinbera, sama hver þau samskipti eru. Það má til gamans geta þess að flokksbróðir formanns fjárlaganefndar, forsætisráðherra á þeim tíma, Steingrímur Hermannsson lagði frumvarpið fram. Setning stjórnsýslulaga var gífurleg réttarbót fyrir al...