is / en / dk

Hún er áhugaverð þversögnin sem birtist í annars vegar orðum og hins vegar gjörðum núverandi stjórnvalda þegar kemur að menntamálum. Orðin eru eitthvað á þá vegu að bæta þurfi samkeppnishæfi þjóðarinnar með því að tryggja landsmönnum eins góða menntun og mögulegt er. Styðja þurfi við bakið á skólum, kennurum og nemendum og tryggja að í kennslu veljist sem allra bestir starfsmenn. Með því sé horft til framtíðar og fjárfest í þekkingu öllum til hagsbóta. Aðeins þannig sé hægt að tryggja að Ísland og Íslendingar skari fram úr á öllum þeim sviðum sem raun ber vitni. Enda viljum við enga afturför – heldur þarf að bæta í og gera betur en nokkru sinni fyrr. Falleg orð sem hljóma skynsamlega og erfitt er að andmæla. En gjörðirnar eru allt að...
Félag framhaldsskólakennara, eins og stéttarfélög kennara um allan heim, hefur tekið sér stöðu gegn einkavæðingu í menntakerfinu. Nú nýlega kom upp á yfirborðið flétta sem hefur verið ofin síðustu mánuði þar sem til stendur að færa Fjölbrautaskólann við Ármúla undir hatt Tækniskólans, skóla atvinnulífsins. Einkavæðing eða einkarekstur? Nú snýst orðhengilshátturinn um hvort verið sé að einkavæða opinbera stofnun eða bara fela einkaaðila rekstur hennar. Ástæða er til að taka fram að í Tækniskólanum starfa bæði stjórnendur og starfsfólk af heilindum og beinist gagnrýni mín ekki að innihaldinu heldur forminu. Tækniskólinn er eignarhaldsfélag. Hann er einkarekinn og rekstrarfélagið er í eigu samtaka á almennum markaði og skipa fulltrúar þ...
Rökin sem nefnd hafa verið fyrir því að sameina Tækniskólann (TS) og Fjölbrautaskólann við Ármúla (FÁ) eru rekstrarlegar forsendur og fækkun nemenda vegna fámennari árganga og styttingar menntunar í framhaldsskólum.  Það er í sjálfu sér gott og gilt verkefni hverju sinni að fara yfir rekstur framhaldsskóla og skoða hvort hægt sé að haga hlutunum með öðrum hætti og að gæta þess að það bitni ekki á gæðum menntunar og hagsmunum nemenda. En sameining skólanna snýst ekki um þetta því hér eru á ferðinni miklu stærri atriði og grundvallarspurningar um stefnu í menntamálum og vinnubrögð. Fyrst þarf að halda því til haga hvernig stjórnvöld hafa með ákvörðunum sínum saumað að framhaldsskólum landsins með niðurskurði, og beinum sparnaða...
Ræða Aðalheiðar Steingrímsdóttur, varaformanns Kennarasambands Íslands, 1. maí 2017 á Akureyri: Krafan um réttlátt samfélag hefur hljómað allt frá því að alþýðufólk og róttækar hreyfingar gerðu fyrsta maí að sínum baráttu- og hátíðisdegi – en það gerðist fyrst í Vestur-Evrópu fyrir rúmum hundrað árum og nokkrum áratugum seinna fór verkafólk á Íslandi í sínar fyrstu kröfugöngur á fyrsta maí. Og rauðu fánarnir og alþjóðasöngur verkalýðsins á fyrsta maí eru voldug söguleg tákn og ævarandi áminning um mikilvægi baráttunnar fyrir umbótum fyrir allan almenning – fyrir friði, lýðræði og félagslegu réttlæti. Hér eins og annars staðar þurfti kjark og sjálfsvirðingu til að rísa gegn rótgrónum fordómum og undirlægjuhætti, og sterk bein ...
Á nýafstöðnum ársfundi Kennarasambands Íslands áttu fulltrúar kennara samtal við hæstráðendur í menntamálum, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Menntamálaráðherra og borgarstjóri tóku þátt í umræðum og svöruðu spurningum, meðal annars um það hvernig við getum aukið nýliðun í kennarastétt og aukið virðingu fyrir kennarastarfinu. Margt áhugavert var þar sagt en kannski sluppu þeir félagar vel við umræðu um launamál, sem fór ekki nógu hátt að mínu viti. Það þarf svo sannarlega ýmislegt að koma til svo markmið okkar um aukna virðingu fyrir starfinu og þar með aðsókn í kennaranám verði að veruleika, en fyrst og síðast þurfa laun kennara að vera samkeppnishæf við laun annarra sérfræðinga með sambærilega menntun, borið saman við sérfræðin...
Nú nýverið afhentu kennarar og stjórnendur í tónlistarskólum á Stór-Reykjavíkursvæðinu borgarstjóra Reykjavíkur ályktun og óskuðu eftir aðgerðum af hálfu borgarstjórnar. Óskað er eftir því að borgin liðki fyrir og hlutist til um að gengið verði frá kjarasamningi við Kennarasamband Íslands (KÍ) vegna Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) og meginreglur varðandi félagafrelsi og kjarasamninga verði í hávegum hafðar. KÍ fer með samningsrétt vegna félagsmanna FT, en í umboði KÍ er það í hlutverki samninganefndar FT að gera kjarasamninga fyrir félagsmenn sína, að standa vörð um og tryggja hagsmuni þeirra í samræmi við stefnumörkun sambandsins. Kjarasamningur FT við sveitarfélögin og Reykjavíkurborg hefur verið laus í tæpa...
Forysta ASÍ hefur farið mikinn í yfirlýsingum sínum undanfarna daga og vikur. Þar ber hæst sú fullyrðing þeirra að kjarasamningar í opinbera geiranum hafi valdið forsendubresti í samningum á almennum vinnumarkaði. Sérstaklega hefur formanni ASÍ verið tíðrætt um kjarasamninga kennara og sér hann ofsjónum yfir þeim réttmætu leiðréttingum sem kennarar á öllum skólastigum hafa fengið, stétt sem hefur um árabil búið við verulega slaka launasetningu, stétt án fullnægjandi nýliðunar samkvæmt nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þessar yfirlýsingar um forsendubrest vekja furðu mína í ljósi þess að fyrir nokkrum vikum gerði formaður ASÍ þá kröfu að svo kjarasamningar á almennum markaði héldu út árið 2017 yrðu breytingar á lögum um lífeyrissjóð...
Guðríður Arnardóttir, formaður FF, skrifar:  Í stjórnarsáttmála hægri stjórnarinnar er fjallað um fjölbreytt rekstrarform í menntakerfinu. Upp á almennilega íslensku eru þetta fyrirheit um frekari einkavæðingu. Það auðvitað kemur ekki á óvart enda hefur hægrið ætíð talað fyrir slíku. Forysta kennara um heim allan hefur goldið varhug við aukinni einkavæðingu í skólakerfinu. Markaðsvæðing menntunar hefur ýtt undir misskiptingu og reist veggi milli þjóðfélagshópa. Stéttaskipting og fordómavæðing samhliða auknum einkarekstri eru staðreyndir byggðar á gögnum sem Evrópusamtök kennara (ETUCE) hafa tekið saman. Tilgangur einkareksturs er að fá af honum arð. Að reksturinn skili hagnaði fyrir eigendurna. Hagfræði 101 kennir okkur að til þess a...
Guðríður Arnardóttir, formaður FF, skrifar:  Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar segir m.a: Nauðsynlegt er að efla kennaramenntun til að bregðast við fækkun kennara og minnkandi aðsókn í kennaranám fyrir leikskóla og grunn- og framhaldsskóla. Ég vil benda á að kennaramenntun á Íslandi er ágæt. Auðvitað má alltaf gera betur en eins og þetta hljómar í stjórnarsáttmálanum má skilja það þannig að til þess að auka aðsókn í kennaranám verið að efla menntunina. Kennaramenntun er að lágmarki 5 ár á öllum skólastigum. Einungis fólk með meistaragráðu í sínu fagi getur hlotið starfheitið leik-, grunn- eða framhaldsskólakennari. Fagmennska í skólastarfi hefur aukist verulega á liðnum árum og þá sérstaklega kennslufræðileg nál...
Aðalbjörn Sigurðsson, kynningar- og útgáfustjóri KÍ, skrifar: Verði ekkert að gert mun alvarlegur kennaraskortur blasa við hér á landi innan fárra ára. Lítið er rætt um vandann þó öll framboð til Alþingis segist hafa áhyggjur af stöðunni.  Frá því að ég hóf störf hjá Kennarasambandi Íslands fyrir rúmum þremur árum hef ég aldrei hitt manneskju sem ekki telur kennarastarfið mikilvægt. Raunar hef ég aldrei á þeim fjörutíu og fjórum árum sem ég hef lifað hitt nokkurn sem telur það léttvægt. Kennarastarfið er eitt af lykilstörfum samfélagsins. Svo einfalt er það. En menn fara ekkert sérstaklega hátt með þessa skoðun sína. Í algerri vissu um að kennarar og menntakerfið verði einhvern veginn alltaf til staðar virðast menn hafa afar takmarka...