is / en / dk

Guðríður Arnardóttir, formaður FF, skrifar:  Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar segir m.a: Nauðsynlegt er að efla kennaramenntun til að bregðast við fækkun kennara og minnkandi aðsókn í kennaranám fyrir leikskóla og grunn- og framhaldsskóla. Ég vil benda á að kennaramenntun á Íslandi er ágæt. Auðvitað má alltaf gera betur en eins og þetta hljómar í stjórnarsáttmálanum má skilja það þannig að til þess að auka aðsókn í kennaranám verið að efla menntunina. Kennaramenntun er að lágmarki 5 ár á öllum skólastigum. Einungis fólk með meistaragráðu í sínu fagi getur hlotið starfheitið leik-, grunn- eða framhaldsskólakennari. Fagmennska í skólastarfi hefur aukist verulega á liðnum árum og þá sérstaklega kennslufræðileg nál...
Aðalbjörn Sigurðsson, kynningar- og útgáfustjóri KÍ, skrifar: Verði ekkert að gert mun alvarlegur kennaraskortur blasa við hér á landi innan fárra ára. Lítið er rætt um vandann þó öll framboð til Alþingis segist hafa áhyggjur af stöðunni.  Frá því að ég hóf störf hjá Kennarasambandi Íslands fyrir rúmum þremur árum hef ég aldrei hitt manneskju sem ekki telur kennarastarfið mikilvægt. Raunar hef ég aldrei á þeim fjörutíu og fjórum árum sem ég hef lifað hitt nokkurn sem telur það léttvægt. Kennarastarfið er eitt af lykilstörfum samfélagsins. Svo einfalt er það. En menn fara ekkert sérstaklega hátt með þessa skoðun sína. Í algerri vissu um að kennarar og menntakerfið verði einhvern veginn alltaf til staðar virðast menn hafa afar takmarka...
Þórður Árni Hjaltested, formaður KÍ, skrifar: „Kennarar hafa fengið sitt“ var haft eftir Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ, þegar hann var spurður út í yfirstandandi kjarabaráttu grunnskólakennara. Með öðrum orðum – kröfur kennara eru óraunhæfar og engin ástæða til að leiðrétta laun þeirra á þessari stundu. Þarna stingur Gylfi enn einu sinni höfðinu í sandinn og neitar að horfast í augu við stöðu kennarastéttarinnar og skólastarfs í landinu. Kennarastéttin eldist hratt og allt of fáir kennarar útskrifast úr háskólum landsins til að fylla í skarð þeirra sem hætta. Álagið á starfandi kennara er allt of mikið sem skilar sér í auknum veikindum og atgervisflótta. Verði ekkert að gert blasir við alvarlegur kennaraskortur innan fárra...
Guðríður Arnardóttir, formaður FF, skrifar:  Ég kann Gylfa Arnbjörnssyni, forseta Alþýðusambands Íslands, litlar þakkir fyrir að rífa niður kjarabaráttu kennara sem honum finnst greinilega komin á villigötur. Kennarar krefjast þess að fá laun til jafns við stéttir með sömu menntun og ábyrgð. Þeir láta sig þó ekki dreyma um launaleiðréttingar til jafns við almennan markað, þá bæri enn meira í milli deiluaðila. Samfélag þar sem menntun er metin til launa og virðing borin fyrir þeim stéttum sem koma börnum okkar til manns, er það ekki samfélag sem við viljum byggja? Kennarar hafa fengið sitt, segir Gylfi. Þeir kennarar sem eru í kjarabaráttu þessa dagana, kenna í grunnskóla og tónlistarskóla. Meðallaun grunnskólakennara eru ...
  Tónlistarskólakennarar hafa nú verið samningslausir í rúmt ár og þó að þeir hafi vísað kjaraviðræðum sínum til sáttasemjara hefur ekkert orðið til að hreyfa við þeim. Svo mánuðum skiptir hefur samninganefnd sveitarfélaga daufheyrst við eðlilegum og sanngjörnum óskum kennara og stjórnenda í tónlistarskólum um að laun þeirra verði leiðrétt til samræmis við kjör sambærilegra hópa. Það eina sem samninganefnd sveitarfélaga hefur lagt á borðið á undanförnum mánuðum viðheldur óréttlætanlegum launamun milli tónlistarskólakennara og annarra sambærilegra hópa. Það sem mætir tónlistarskólakennurum við samningaborðið er þöggun og ótrúlegt metnaðarleysi í garð tónlistarskólanna. Það vantar ekkert upp á fögru orðin um mikilvægi tónlist...
Þann 5. október síðastliðinn héldu kennarar heimsins upp á Alþjóðadag kennara í fimmtugasta skipti, en það var árið 1966 sem Sameinuðu þjóðirnar ákváðu að tileinka kennurum daginn. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þessum tíma, en enn erum við þó á heimsvísu að fást við sömu vandamál og fyrir 50 árum. Enn hafa ekki öll börn aðgang að menntun, auði er verulega misskipt og fátækt er mikil. Sú sorglega staða blasir einnig allt of víða við að stúlkur eiga síður rétt til menntunar en drengir. Það er sameiginlegt verkefni allrar heimsbyggðarinnar að breyta þessu og liður í því er að Sameinuðu þjóðirnar hafa sett fram áætlun um að útrýma öllu misrétti og tryggja öllum aðgang að gæðamenntun. Undir þá kröfu tekur Kennarasamband Íslands heils h...
Launamun kynjanna í dag má fyrst og fremst skýra með kynskiptum vinnumarkaði. Störf sem hingað til hafa verið flokkuð sem hefðbundin kvennastörf hafa verið og eru lægra launuð en önnur. Tvær lausnir eru á þessum vanda. Fjölga karlmönnum í störfum sem hingað til hafa verið flokkuð sem hefðbundin kvennastörf. Það er tímafrekt og svo virðist sem samfélagið sofi bara ágætlega þrátt fyrir að karlar sinni síður þeim störfum sem flokkuð eru sem hefðbundin kvennastörf. Hækka laun þeirra stétta sem sinna þeim störfum sem flokkuð hafa verið sem hefðbundin kvennastörf. Það væri fræðilega hægt að gera á eftir. Til hamingju með daginn.
Sveitarstjórnir þurfa að gera upp við sig hvort þær vilja tónlistarskóla í þessu landi.  Kjarasamningar tónlistarskólakennara hafa nú verið lausir í tæpt ár eða frá 1. nóvember á síðasta ári. Í annað sinn á stuttum tíma þarf þessi minnsti kennarahópur að vera samningslaus í meira en ár áður en svo mikið sem örlar fyrir samningsvilja samninganefndar sveitarfélaga. Og enn einu sinni mætir þessi sami hópur óskiljanlegri óbilgirni og heift við samningaborðið. Viðhorf sveitarstjórnarmanna til tónlistarskólakennara sem endurspeglast í launahugmyndum samninganefndar sveitarfélaga er reiðarslag fyrir stéttina. Á árunum fyrir hrun voru laun umsjónarkennara í grunnskólum og tónlistarskólakennara sambærileg. Í byrjun árs 2019, þegar flestir...
Tónlistarskólakennarar hafa mun lægri laun en aðrir kennarahópar hér á landi. Þetta sýna launakannanir sem gerðar hafa verið undanfarin ár og nú síðast á haustmánuðum. Þessi staða á við hjá bæði kennurum og stjórnendum innan Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) og staðreyndin er að laun þeirra dragast stöðugt aftur úr öðrum hópum og bilið eykst þar sem sveitarfélögin sjá sér ekki fært að semja við FT. Við þetta verður ekki unað. Kennarasamband Íslands (KÍ) krefst þess að kjör allra félagsmanna FT verði leiðrétt. Fordæmin eru til staðar. Engin rök eru fyrir núverandi launamun milli sambærilegra hópa. KÍ skorar á viðsemjendur sína, í þessu tilfelli sveitarfélögin, að koma að samningaborðinu af fullri alvöru og hlusta...
Yfirskrift Alþjóðasamtaka kennara á alþjóðadeginum þann 5. október er: „Virðum kennara að verðleikum – styrkjum stöðu þeirra“ .  Eins og allir vita verður haldið í tilefni Alþjóðadagsins og er dr. David Frost, prófessor við Cambridge-háskóla, aðalfyrirlesari þingsins. Hann hefur um langt árabil unnið að því að styðja við kennara sem breytingaafl í skólamálum og að þeir skapi og miðli faglegri þekkingu. En hvað þarf til að skólastjórnendur og kennarar valdeflist til að verða þetta breytingaafl. Valdefling felur í sér að kennarar sjálfir standi í brúnni og hafi faglega forystu í mennta- og skólamálum. Í greinasafninu sem dr. David Frost á aðild að er talað um að það verði að vera til staðar traust, virðing, skýr sýn, samvinna, s...