is / en / dk

Þegar skólastefna KÍ er lesin og íhuguð má fnna margt sem þess virði er að máta sig við þegar kemur að því að ígrunda starfsitt. Skólastefnunni er skipt niður í litla kafa og í hverjum þeirra eru setningarnar meitlaðar og auðskildar. Kaflinn um nemendur hefst á þessum orðum: ,,Meginmarkmið skólastarfs er að stuðla að menntun og alhliða þroska nemenda, efla sjálfstraust þeirra, jákvæða sjálfsmynd og lífsleikni. Efla skal færni og löngun nemenda til að læra, viðhalda þekkingu og leikni þannig að þeir séu virkir þátttakendur í samfélaginu.“ Í kaflanum um námið segir einnig: ,,Vettvangsferðir og önnur vettvangstenging náms eru mikilvægur þáttur í skólastarf og nýta ber náttúru og grenndarsamfélag markvisst.“  Við í leikskólanum Álfab...
Ég hef mikinn áhuga á hugtakinu frelsi og þá sérstaklega mismunandi skilningi sem fólk leggur í hugtakið. Flestir eru sammála um að manneskjan eigi að hafa frelsi til að vera sú sem hún er, hafa þær skoðanir sem hún hefur og gera það sem hún vill. Fólk (upp til hópa alla vega) áttar sig líka á því að frelsi fólks hlýtur að takmarkast við að það skerði ekki frelsi annarra. Þannig verður frelsi manneskju sem vill beita ofbeldi að víkja fyrir frelsi þess sem fyrir ofbeldinu yrði til að fá að vera í friði. Um þetta er fólk yfirleitt sammála. En hvað með frelsi til að hvetja til ofbeldis? Nú er ég ekki lögfræðimenntuð en hef horft á nógu marga bandaríska glæpaþætti til að vita að þeir sem með beinum hætti hafa hvatt til að stuðlað að ofbe...
Um miðjan febrúar stóðu Kennarafélag Reykjavíkur, Félag skólastjórnenda í Reykjavík og Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar fyrir Öskudagsráðstefnu 2015. Meðal framsögumanna var Toby Salt sem er sérfræðingur hjá Ormiston Academies Trust í Bretlandi. Meginniðurstaða Salt var að stjórnmálamenn séu háðir breytingum. Í stað þess að hlúa að námi og kennurum vilji þeir stöðugt umbylta menntakerfinu. Mér hefur reglulega orðið hugsað til erindis Salt síðustu misseri þar sem ég hef fylgst með störfum og framgangi núverandi menntamálaráðherra, Illuga Gunnarssonar. Ég verð að viðurkenna að ég batt ákveðnar vonir við hinn nýja ráðherra þegar hann hóf störf. Hann talaði um að setja saman hvítbók þar sem fundnar yrðu leiðir til að bæta meðal an...
Vandaðir og framúrskarandi grunnskólakennarar starfa í öllum skólum landsins. Starf okkar er margþætt og kemur inn á flestar mannlegar hliðar. Þegar unnið er með börnum og ungmennum er fátt sem kennari þarf ekki að vera inni í. Eða hvað? Ég hef velt því fyrir mér hvort kennarar, sem eru með menntun til að kenna nemendum grunnskóla, séu komnir í það hlutverk að vera inni í nánast öllu sem að nemendum snýr. Mikilvægi þess að vera vel inni í málum nemenda er án vafa gagnlegt en ég spyr mig hvort það verði til þess að kennarar taki of miklar skyldur á sínar herðar? Takast kennarar á við þætti sem eiga frekar heima hjá félagsþjónustu eða öðrum fagaðilum? Við höfum ekki farið varhluta af því að hér varð efnahagshrun og í kjölfar slík...
Hvert er hlutverk og hver er ábyrgð foreldra, nemenda og kennara í menntun þeirrar kynslóðar sem nú gengur í gegnum skólakerfið? Spurningin hér að ofan er stór og viðamikil og eins og með allar slíkar spurningar eru svörin ekki einföld, skýr og nákvæm heldur fara eftir gildismati og hugmyndum þeirra sem um hana fjalla. Þó er væntanlega hægt að vera sammála um ákveðin grundvallaratriði. Til dæmis þau að nemendur séu í aðalhlutverki og finna þurfi leiðir sem komi þeim sem best til undirbúnings fyrir framtíðina, þ.e.a.s. búi þau undir þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi eins og fram kemur í grunnskólalögum. Ein leið til að hugsa um þetta er að skipta ábyrgðinni upp og reyna að átta sig á hvað við viljum. Viljum við að nemendur búi við s...
Fyrir skemmstu fékk ég póst frá gömlum nemanda mínum. Sú er nú orðin móðir og á tvær ungar dætur. Þetta var einlægur og skemmtilegur póstur en í honum segir hún mér frá því að dóttir hennar, sem varð fimm ára í janúar, hafi svo mikinn áhuga á að læra að lesa. Hún segir að sig vanti einhver verkfæri til að hjálpa henni og spyr mig ráða. Að kenna ungum börnum að lesa hefur gefið mér alveg einstaklega mikið sem yngri barna kennara til næstum 30 ára. Að sjá ljósið kvikna þegar barn áttar sig á að það getur tengt saman hljóð og lesið orð er einstök upplifun. Upplifun sem verður ekki metin til fjár. Ég varð afskaplega glöð með þennan póst, ekki bara vegna þess að gamall nemandi mundi eftir mér, heldur fékk ég þarna tækifæri til að ...
Þann 8. apríl birtu DV og Pressan umfjöllun um hvaða skólar eru bestir í Reykjavík, en samanburðurinn var gerður á grundvelli samræmdra prófa. Í kjölfar umfjöllunarinnar fór fram heilmikil umræða meðal kennara sem og annarra, sem láta sig skólamál varða. Ljóst er af þeirri umræðu að margir setja spurningarmerki við slíkan samanburð. Af viðbrögðum við umfjölluninni má greina að sumir hafa eflaust upplifað hana sem árás á ákveðna skóla og þá kennslu sem þar fer fram. Sjálf er ég hlynnt því að gerðar séu úttektir á gæðum skólastarfs og fagna því þegar unnið er úr þeim með slíkum hætti. Ennfremur tel ég að slíkt sé skólastarfi til framdráttar. Margir þættir hafa áhrif Auk þess að vera með kennsluréttindi í grunn- og framhaldsskóla ...
Leikskólinn hefur þróast mikið á síðustu árum og var skilgreindur sem fyrsta skólastigið árið 2004. Í lögum um leikskóla frá árinu 2008, sem byggð er á eldri lögum, kemur eftirfarandi fram: Leikskólinn er fyrsta skólastigið í skólakerfinu og er fyrir börn undir skólaskyldualdri. Leikskóli annast að ósk foreldra uppeldi, umönnun og menntun barna á leikskólaaldri (Lög um leikskóla 2008, 1. grein, 2008). Í símenntunaráætlun Kennarasambandsins kemur fram að menntun er æviverk og mikilvægt að framboð á símenntun sé nægilegt og í sífelldri þróun. Starfsþróun kennara er lykilatriði í þeirri þróun menntamála sem við viljum sjá á komandi árum. Þegar talað er um símenntun leikskólakennara er átt við viðbótar- og framhaldsmenntun ...
...af hverju er ekki verkalýðsflokkur á Íslandi? Á baráttudegi verkalýðsins í ár blésu vindar í Reykjavík sem vöktu von um að straumhvörf í þróun íslensks samfélags gætu breyst úr draumi í veruleika. Kraftur, jarðtenging, eining og hreinn tónn var meðal þess sem andaði frá kröfugöngu og baráttufundi níu til tólf þúsunds manns á Ingólfstorgi. Þessa hreinu orku liggur á að virkja svo sannur tónn verkalýðsins megi fylla upp í holann hljóm stjórnmála í dag. Rödd verkalýðsins þarf að heyrast í stjórnmálum til að skapa það jafnvægi sem er nauðsynlegt öllu samhengi. Gangverk heildarinnar er stopp sökum ójafnvægis í stjórnunarteymi landsins. Vanstillt súrefnisdælan veldur í senn hættulegum þrengingum og útvíkkunum í blóðrásarkerfi samfél...
Ragnar Þór Pétursson kennari skrifaði pistil sem birtur var í Kjarnanum á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí, undir fyrirsögninni „Eru kennarar mjólk?“. Þannig háttar til að ég les iðulega það sem Ragnar skrifar og er honum oft sammála. Þetta er í fyrsta skipti sem ég svara skrifum hans og ég hefði gjarnan viljað að það væri vegna þess að ég væri honum enn einu sinni sammála – en því miður er ekki svo. Í pistli sínum leggur Ragnar Þór út frá grein í Skólavörðu Kennarasambands Íslands þar sem fjallað er um erindi Gunnars Steins Pálssonar almannatengils á nýafstöðnum ársfundi KÍ um ímynd kennara. Ragnari Þór finnst erindið greinilega frekar asnalegt, auk þess sem hann gefur í skyn að Gunnar Steinn sé ómerkilegur pappír, maður sem aðalleg...