is / en / dk

...áfangi hefur náðst, en gera má betur! Ágætu félagsmenn! Enn erum við landsmenn að karpa um launakjör og réttláta skiptingu þjóðartekna. Endurreisn samfélagsins eftir bankahrunið er ekki lokið. Skólastarf í landinu er enn í fjársvelti. Kennarar, eins og margir Íslendingar, hafa þessi ár frá hruni axlað ábyrgð, tekið á sig kjaraskerðingar og lagt sitt af mörkum í endurreisn landsins. Ríkisstjórnin hefur stjórnað landinu í tvö ár og boðar nú loks afnám hafta. Við Íslendingar erum rík þjóð. Ég er þeirrar skoðunar að endurskoða þurfi skiptingu þjóðartekna milli landsmanna. Kennarar hafa lengi borið skarðan hlut frá borði. Segja má að kjarasamningar sem gerðir voru á liðnu ári sé fyrsta skrefið í átt til leiðréttingar. En það ...
Leiðtoga- og samskiptanámskeið fyrir börn á aldrinum 10 til 13 ára þar sem unnið er með hestum hefur skilað góðum árangri. Nemendurnir takast á við spennandi og eflandi verkefni þar sem komið er inn á samskiptafærni, félagsfærni og framkomu. Markmiðið með námskeiðinu er að bæta líðan nemenda og efla sjálfstraust þeirra og sjálfsmynd. Við kennum þeim að bera ábyrgð á gerðum sínum og þau læra að taka tillit til annarra. Nemendurnir læra um leið undirstöðuatriði hestamennskunnar og að umgangast hesta af öryggi og óttaleysi. Hugmyndin er að þau finni fyrir vellíðan með hestinum í íslenskri náttúru og læri um leið að bera virðingu fyrir umhverfi sínu, sjálfum sér og öðrum. Síðast en ekki síst er markmiðið að þeim þyki vænt um lífið því he...
Nú nýlega hafa grunnskóla-kennarar samþykkt

Read more ...

Það eru fjölmargar leiðir sem hægt er að fara til að efla læsi leikskólabarna og tækifærin eru mýmörg. Í gegnum leik gefast ýmis tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á þróun læsis hjá börnum. Lykillinn er að nota þau tækifæri sem gefast í öllu starfi leikskólans til að leggja grunn að læsi og þá sérstaklega hljóðkerfisvitund, lesskilning og orðaforða. Nám í gegnum samskipti barna, þ.e.a.s. að börn læri hvert af öðru, er mikilvægt og því þarf áhersla að vera lögð á umræður, hópavinnu og samvinnu barna og fullorðinna. Jafnframt þarf að skapa aðstæður þar sem börn nálgast viðfangsefnið, læsi, út frá mismunandi sjónarhornum og vinna með það á fjölbreyttan hátt. Aðferðir eins og samræður, frásagnir, leikir, söngur, skapandi vinna og vettva...
Á síðasta ári endurnýjuðu öll aðildarfélög Kennarasambandsins kjarasamninga sína. Það er vart ofsögum sagt að samningaviðræðurnar hafi gengið brösuglega. Sú staðreynd að fimm af sjö aðildarfélögum KÍ neyddust til að hóta eða beita verkfallsvopninu, sýnir það. Til upprifjunar þá voru félagsmenn Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum í verkfalli drjúgan hluta marsmánaðar 2014. Í þeirri deilu náðust samningar í byrjun apríl. Félag grunnskólakennara fór í eins dags verkfall síðasta vor, en samningar náðust áður en verkfallið varð umfangsmeira. Félag leikskólakennara náði að semja þremur dögum fyrir boðað verkfall. Þá var komið að Félagi tónlistarskólakennara (sem í dag heitir Félag kennara- og stjórnenda í tónlis...
Í skólastefnu KÍ kemur fram að kennarar eiga að vera faglegir forystumenn í sínu starfi, þeir eru sérfræðingar á sviði menntamála sem kenna, miðla og virkja nemendur í þekkingarleit. Leikskólakennarar leiða faglegt starf í leikskólum. Þeir leggja línurnar, forgangsraða verkefnum og velja leiðir og verkefni sem skipta verulegu máli fyrir börnin og kennara sem fyrir eru í skólunum. Þeir vinna eftir Aðalnámskrá leikskóla, skólastefnu Kennarasambands Íslands, menntastefnum sveitarfélaga, skólanámskrám og deildarnámskrám svo eitthvað sé nefnt. Fjölbreytt verkefni En hvað gerir leikskólakennarann að fagmanni? Það er ótalmargt sem leikskólakennarar þurfa að hafa í huga og sinna á hverjum degi. Þeir þurfa til að mynda að hafa þarfir ól...
Vísbendingar eru um að stór hópur ungmenna geti ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla hafa komið mörgum á óvart og uppi eru ýmsar hugmyndir um hvað valdi því. Breytingar sem hafa átt sér stað í samfélaginu síðustu árin eru hugsanlega ein af orsökunum. Áður fyrr lögðu margir áherslu á að börn þeirra væru orðin læs áður en skólagangan hæfist. Foreldrar greiddu gjarna fyrir heimakennslu ef ekki gekk sem skyldi að kenna ungviðinu að lesa. Í þá daga var minni afþreying í boði og til dæmis ekki úr mörgu að velja þegar sjónvarpsefni var annars vegar né aðgangur að þeim heimi sem tölvur nútímans bjóða upp á. Sama gildir um íþrótta- og tómstundastarf sem er mun fjölbreyttara nú en á árum áður. Lestur á því í mikilli samkeppni við ýmiss ...
Vaxandi tekjumunur meðal þjóða heimsins hefur víðtæk áhrif á samfélag okkar og efnahag. Aukið misrétti veldur efnahagslegum samdrætti og helsta skýringin er sú að sá hluti samfélagsins sem stendur höllum fæti getur ekki fjárfest í menntun. Aðgerðir sem draga úr ójöfnuði skapa bæði réttlátara samfélag og sterkari efnahag. Þetta er meginniðurstaða í nýrri skýrslu frá OECD sem var birt 9. desember síðastliðinn. Vert er að hugleiða þetta vegna þess að ójöfnuður hefur gríðarleg áhrif á menntun og þar með lífsfkomu fólks. Efnahagslegur ójöfnuður er nú um stundir meiri en verið hefur í 30 ár í flestum ríkjum OECD. Auðugasti 10 % hluti samfélagsins fær 9,5 sinnum meira í sinn hlut en sá 10% hluti sem minnst hefur. Á níunda áratug síðustu a...
Nú hafa félagsmenn í Félagi framhaldsskólakennara, Félagi stjórnenda í framhaldsskólum og Félagi grunnskólakennara kosið um fyrirliggjandi vinnumat. Niðurstaða er að félagsmenn FG samþykktu vinnumatið og heldur því kjarasamningur þeirra með öllum launahækkunum sem um var samið. Samningurinn gildir út maí 2016. Félagsmenn KÍ í FF og FS sem starfa hjá ríkinu og Tækniskólanum höfnuðu nýju vinnumati en það var hins vegar samþykkt í Verslunarskólanum og Menntaskóla Borgarfjarðar. Þetta merkir að samningar FF og FS við ríkið og Tækniskólann eru nú lausir. Samninganefndir þessara aðila hafa þegar hist og farið yfir málið. Framundan er að gera nýja samninga og er stefnt að því að vinna við það hefjist svo fljótt sem auðið er. Orðræðan ...
Í aðdraganda kjarasamninga, efnahagsumhverfi og launaþróun Í febrúar sl. kom út skýrsla heildarsamtaka vinnumarkaðarins, Í aðdraganda kjarasamninga, efnahagsumhverfi og launaþróun. Markmiðið með útgáfunni er að gera upplýsingar um launaþróun liðinna ára og um helstu efnahagsstærðir öllum aðgengilegar. Helsta viðfangsefni þess hluta skýrslunnar sem fjallar um launaupplýsingar er greining á launaþróun stærstu launþegahópa landsins frá nóvember 2006 til september 2014. Félagsmönnum KÍ er í því samhengi skipt í tvo hópa. Annar hópurinn hefur ríkið sem sinn stærsta viðsemjanda (KÍ-ríki) en hinn hópurinn sveitarfélögin (KÍ-sv.fél.). Í fyrrnefnda hópnum eru því félagsmenn í Félagi framhaldsskólakennara og í Félagi stjórnenda í framhal...