Fyrir hálfum mánuði var gengið frá rammasamkomulagi um launaþróun á íslenskum vinnumarkaði, sem hefur síðan verið ranglega kennt við svokallaðan SALEK-hóp. Ég segi ranglega, því bæði KÍ og BHM, sem hafa frá upphafi tekið þátt í SALEK og gera enn, neituðu að skrifa undir. KÍ sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem ástæðurnar eru útskýrðar. Þær eru tvær – útfærsla á breytingum á lífeyrisréttindum þótti óásættanleg sem og tímasetning sem miða á launaþróun næstu ára við.
Í nýlegum pistli á vefnum stundin.is gerir Ragnar Þór Pétursson kennari samkomulagið og aðkomu KÍ að því að umræðuefni. Það tengir hann við kjarasamning grunnskólakennara, sem gerður var í fyrra, og af skrifum hans má skilja að Kennarasambandið hafi þar gert vondan...