is / en / dk

Varla líður sá dagur að ekki sé hann kenndur við hagsmuni eða hugðarefni einhvers hóps í samfélaginu. Þykir mörgum nóg um og fæstir nenna að klæðast fjólubláu vegna dags himinsins eða tileinka sér boðskap dags þríhjólsins svo skálduð séu upp dæmi. Dagur leikskólans er þó uppáhaldsdagur margra og tugþúsundir Íslendinga, stórra og smárra, fagna honum með áþreifanlegum hætti um allt land. Tæp 20 þúsund leikskólabörn eiga væntanlega 40 þúsund foreldra og þar með 80 þúsund afa og ömmur og miðað við 2.5 barn á heimili þá erum við að tala um 30 þúsund systkini. Starfsmenn leikskólanna eru í rúmlega fimm þúsund stöðugildum og sveitarstjórnarfólkið sem allt brennur fyrir leikskólamálin á sínum stað hefur örugglega fagnað Degi leikskólans. ...
Nú í upphafi þorra óska ég ykkur öllum gleðilegs árs og vona að árið verði okkur gæfuríkt og til velfarnaðar. Það er hætta á að mánuðirnir framundan einkennist af óvissu og átökum á vinnumarkaði. Nánast allir kjarasamningar eru lausir eða við það að losna og margar stéttir horfa til þess að sækja sér verulegar kjarabætur eða leiðréttingar. Meðal annars er horft til nýgerðra kjarasamninga lækna í þessu sambandi, en samningar sem við kennarar gerðum í fyrra hafa einnig verið nefndir sem rök fyrir því að hægt sé að hækka laun ýmissa stétta langt umfram það sem stjórnvöld og atvinnurekendur segja að svigrúm sé til. Ljóst er að margar stéttir munu því ekki fá það sem þær sækjast eftir án átaka. Það gleymist alltof oft í þessari umræðu a...
Verkfallsbrot og viðurlög við þeim Samkvæmt lögum nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna er þeim sem verkfall beinist gegn óheimilt að stuðla að því að afstýra því með aðstoð einstakra félagsmanna þess félags sem að verkfallinu stendur. Framhaldsskólakennarar voru sem kunnugt er í þriggja vikna verkfalli á síðasta ári í aðdraganda kjarasamningsins þann 4. apríl og á þeim tíma var stéttinni óheimilt samkvæmt lögum að sinna verkum sem tengdust starfi þeirra og skyldum. Þar með talið voru ferðir með nemendur sem hafa færst mjög í vöxt á liðnum árum. Vitað er að nokkrir skólar voru með slíkar nemendaferðir fyrirhugaðar þetta vor, ýmist tengdar einstaka kennslugreinum eða sérstökum verkefnum. Í einhverjum tilfel...
Viðhorf kennara og skólastjórnenda til starfsaðstæðna og starfshátta OECD hefur tvívegis staðið fyrir alþjóðlegri rannsókn á viðhorfum kennara og skólastjórnenda til starfsaðstæðna sinna og starfshátta sem nefnist TALIS (Teaching and Learning International Survey). Fyrsta rannsókn af þessu tagi var lögð árið 2008 fyrir kennara og skólastjórnendur á unglingastigi grunnskóla í 24 löndum, og einnig hér á landi. Árið 2013 náði rannsóknin til 34 landa með áherslu á unglingastigið, og þá líka boðið upp á að leggja hana fyrir á yngsta og miðstigi grunnskóla og í framhaldsskólum. Hér tók rannsóknin til unglingastigs grunnskóla og framhaldsskóla. Niðurstöðurnar 2013 komu út í tveimur hlutum á síðasta ári, unglingastigið í júní og framha...
„Hvernig bætum við menntun barna okkar?“ var yfirskrift fjölmargra funda sem Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hélt síðasta haust til að kynna hvítbók sína um umbætur í menntamálum. Samkvæmt henni skal leggja áherslu á þrennt: að bæta læsi, breyta iðn- og verkmenntun og endurskipuleggja námstíma og stytta til stúdentsprófs. Í framhaldinu voru stofnaðir verkefnahópar ráðuneytisins til að vinna að þessum markmiðum og eiga þeir að kynna aðgerðaráætlanir sínar seinni partinn í þessum mánuði. Kennarasamband Íslands fékk ekki neina fulltrúa í hópunum og ekki var orðið við óskum þess þar um heldur handvaldi ráðuneytið einstaklinga í hópana. Eina samráðið sem sem boðið var upp á var að KÍ kæmi sér upp sínum eigin rýnihópum um hvert þessar...
Töluverð umræða hefur verið um hvernig efla eigi námsárangur nemenda í grunn- og framhaldskólum. Menntamálaráðherra hefur lagt fram Hvítbók um umbætur í menntun með þau meginmarkmið að efla læsi og námsframvindu nemenda á grunn- og framhaldsskólastigi. Nú í janúar 2015 munu starfshópar á vegum menntamálaráðuneytisins leggja fram aðgerðaráætlanir um eflingu læsis, um aðgerðir til að vinna með brottfall nemenda í framhaldsskólum, um styttingu námstíma framhaldsskólans og eflingu starfsnáms. Þar skiptir máli að horft sé til lengri frekar en styttri tíma. Hér má ekki leggja fram skammtímalausnir eða átaksverkefni. Ég tel mikilvægt að settar verði markvissar þróunaráætlanir sem lúta að starfsþróun skólastjórnenda og kennara til framtíðar....
Eins og allir vita er nauðsynlegt að fjölga leikskólakennurum. Um 1.300 leikskólakennara vantar til að uppfylla lög um menntun og ráðningu kennara, en þau kveða á um að 2/3 þeirra sem sinna uppeldi og menntun í leikskólum eigi að hafa leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi. Leikskólastigið hefur þróast hratt sem skólastig og leikskólum fjölgað ört. Um 98 prósent barna, á aldrinum tveggja til sex ára sækja nú leikskóla. Mjög mikilvægt er því að fjölga leikskólakennurum af báðum kynjum. Nú, á árinu 2014, er um eitt prósent þeirra sem hafa leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi og kenna á því stigi karlmenn. Hlutfall karlkyns leikskólakennara hefur haldist óbreytt frá árinu 1997. Ef við tökum með þá sem hafa aðra háskólamenntun þá eru...
Spurt er: Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin stór? Mér var falið að svara spurningunni frá sjónarhorni leikskólabarnsins og valdi að svara því þannig að ég veit ekki hvað ég ætla að verða en ég veit hvað ég er. Leikskólabarn í góðum leikskóla er virkur þegn í samfélaginu. Tilgangur leikskólalífs þess er ekki að undirbúa sig undir næsta skólastig eða lífið . Skólinn er lífið sjálft þar sem þú lærir með því að vera og gera í samfélagi við aðra. Leikskólabarn í góðum leikskóla fær að svala forvitni sinni og virkja sköpunarkraftinn. Í góðum leikskóla er umhverfi og hvatning til þess að beina skapandi hugsun í farveg gagnrýninnar hugsunar þar sem spurningar og vangaveltur eru gripnar á lofti og leitað svara með rannsókn og tilr...
Að undanförnu hefur staðið yfir málefnavinna hjá Kennarasambandinu og aðildarfélögum í þeim tilgangi að setja fram stefnu um brýn verkefni í skóla- og menntamálum. Stefnan felur í sér baráttumál sem kennarasamtökin hafa lengi talað fyrir og haldið á lofti og er hún jafnframt útlistun á afstöðu til stefnumálanna í hvítbók menntamálaráðherra. Við teljum að líta þurfi á nám og skólagöngu barna og ungmenna sem eina heild, frá upphafi leikskóla til loka framhaldsskóla. Hér hafa samtök okkar mikið fram að færa því við störfum í öllum skólum landsins utan háskóla. Læsi Ekki þarf að hafa mörg orð um það að góð lestrarfærni er undirstaða þess að börn og ungmenni nái tökum á námi sínu og forsenda virkrar samfélagsþátttöku. Góð tök á tung...
Tónlistarkennarar skrifuðu undir nýjan kjarasamning að morgni þriðjudagsins 25. nóvember en verkfall þeirra hafði þá staðið í rétt tæpar fimm vikur. Ég fagna því að samningar hafi náðst og óska félagsmönnum í Félagi tónlistarskólakennara til hamingju með þennan áfanga. En það er auðvitað algerlega óásættanlegt að til slíkra aðgerða hafi þurft að koma. Eins er sá dráttur sem varð á því að Samband íslenskra sveitarfélaga yrði við eðlilegum kröfum hópsins um kjaraleiðréttingar óboðlegur. Kennarastarfið á að vera vel launað og eftirsótt á öllum skólastigum. Það mættu bæði ríki og sveitarfélög hafa í huga nú þegar styttist í næstu samningalotu. Stjórnendafélögin innan KÍ og Félag leikskólakennara sömdu aðeins til eins árs. Vinna við vinnumat ...