is / en / dk

Tónlistarkennarar skrifuðu undir nýjan kjarasamning að morgni þriðjudagsins 25. nóvember en verkfall þeirra hafði þá staðið í rétt tæpar fimm vikur. Ég fagna því að samningar hafi náðst og óska félagsmönnum í Félagi tónlistarskólakennara til hamingju með þennan áfanga. En það er auðvitað algerlega óásættanlegt að til slíkra aðgerða hafi þurft að koma. Eins er sá dráttur sem varð á því að Samband íslenskra sveitarfélaga yrði við eðlilegum kröfum hópsins um kjaraleiðréttingar óboðlegur. Kennarastarfið á að vera vel launað og eftirsótt á öllum skólastigum. Það mættu bæði ríki og sveitarfélög hafa í huga nú þegar styttist í næstu samningalotu. Stjórnendafélögin innan KÍ og Félag leikskólakennara sömdu aðeins til eins árs. Vinna við vinnumat ...
Tónlistarskólakennarar hafa nú verið samningslausir í hátt í ellefu mánuði og þar af hefur vinnustöðvun þeirra staðið í einn mánuð. Þó að kjaradeilunni hafi verið vísað til sáttasemjara í júní varð það ekki til að hreyfa við samningaviðræðum. Í marga mánuði hefur samninganefnd sveitarfélaga daufheyrst við eðlilegum og sanngjörnum óskum tónlistarskólakennara um að leiðrétta laun þeirra til samræmis við það sem samið var um við aðra kennarahópa. Með þessu háttalagi er viðsemjandinn að segja að störf tónlistarskólakennara séu minna virði en kennara á öðrum skólastigum í kennarasamtökum landsins.  Hvað er það þá sem samninganefnd sveitarfélaga hefur séð sér fært að leggja á borðið á undanförnum mánuðum? Jú, tilboð um launahækkanir sem du...
Verkfall Félags tónlistarskólakennara hefur nú staðið yfir í þrjár vikur. Verkfallið hefur að sumu leyti fallið í skuggann af verkfalli lækna þegar fjölmiðlar eru annars vegar og þar með samfélagið. Verkfall tónlistarskólakennara er staðreynd og alvarlegt mál. Það er alvarlegt í þeim skilningi að Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur að mínu mati ekki gert neina alvörutilraun til að finna lausn á deilunni. Félag tónlistarskólakennara er eitt sjö aðildarfélaga Kennarasambands Íslands og það er ofur eðlilegt að tónlistarskólakennarar miði sig við aðra kennara sambandsins, sem og aðra sérfræðinga í samfélaginu, í sinni kjarabaráttu. Tónlistarskólakennarar krefjast þess að fá sambærileg laun fyrir sambærilega vinnu...
Kæri félagsmaður! Því miður er það svo að ýmislegt í umhverfi tónlistarskóla vekur upp þá ónotatilfinningu að samningsleysi okkar tengist utanaðkomandi þáttum og málum. Þær raddir gerast æ háværari sem segja að við séum huganlega notuð sem bitbein stjórnmálamanna í tilteknu máli auk þess sem verkfall þessa „slagkrafts-litla hóps“ sé kærkomin búbót í lok fjárhagsárs. Framgangan er í það minnsta illskiljanleg og tónlistarkennarar og millistjórnendur í tónlistarskólum eru í verkfalli: þrátt fyrir að „jafnrétti í launasetningu“ sé eitt af meginsamningsmarkmiðum sveitarfélaga, þrátt fyrir orð ráðamanna um að það sé sanngjarnt og eðlilegt að launakjör tónlistarkennara séu sambærileg launum annarra kennara, þrátt fyr...
Ég sat á dögunum fyrirlestur Dr. Maryanne Wolf sem hún kallar „We were never born to read“. Maryanne hefur rannsakað lestrarferli og lestrarerfiðleika barna út frá taugalíffræðilegum þáttum. Í fyrirlestri Maryanne kom skýrt fram að lestur er flókið lært ferli og okkur alls ekki eðlislægt. Það sem vakti mesta athygli mína voru áhyggjur hennar af minnkandi djúplestri vegna vaxandi „digital-heimi“ í lífi barna. Fyrir þá sem ekki vita er neysla tölvuleikja og sjónvarps oft kölluð „digtal-heimurinn“. Djúplestur er hins vegar sá lestur sem gerir okkur kleift að skilja og kryfja efnið betur og bæta þannig við reynslu okkar og tilfinningar í lestrinum. Maryanne sagði frá rannsóknum sem sýna að aukin neysla á hverskyns „digital-heimum“ dr...
Nýir kjarasamningar framhaldsskóla fela í sér samkomulag aðila um að undirbúa nýtt vinnumat á kennsluþættinum í ársstarfi kennara eða nánar tiltekið mat á vinnu við kennslu og námsmat í hverjum námsáfanga sem kenndur er í framhaldsskólum landsins. Vinnumatið er í undirbúningi og stýrir verkefnisstjórn honum. Fimm vinnumatsnefndir hafa verið skipaðar og vinna um þessar mundir með verkefnisstjórn að öflun gagna um vinnumat kennara á einstökum námsáföngum sem þeir kenna. Matsdæmin verða notuð við gerð svokallaðra sýnidæma samkvæmt kjarasamningi. Vinnumatið á að fara fram á faglegum grundvelli. Tilgangur matsins er að reyna að fá fyllri og sundurgreindari mynd af vinnu framhaldsskólakennara við kennslu og námsmat en gildandi ákvæði kjara...
5. október er alþjóðadagur kennara og er honum fagnað af rúmlega 30 milljónum kennara um allan heim. Alþjóðasamtök kennara (Education International) ákváðu að þema dagsins væri að þessu sinni „Unite for quality education for all“, eða „sameinumst um gæðamenntun til handa öllum“, en þetta hefur einnig verið yfirskrift átaksverkefnis sem staðið hefur allt frá alþjóðadegi kennara 2013. Með þessu vilja kennarar og stjórnendur skóla um allan heim benda á þá staðreynd að jafnrétti til náms er ekki til staðar í heiminum í dag, þrátt fyrir áætlanir Sameinuðu þjóðanna. Þessu vilja Alþjóðasamtök kennara breyta og einnig að Sameinuðu þjóðirnar haldi áfram að vinna í málinu. Tryggja þarf að allir njóti þess sjálfsagða réttar að geta menntað sig óháð...
Menntamálaráðherra fundar nú víða um Hvítbók sína. Daglega eru nú haldnir fundir um innihald Hvítbókar og leitast við að svara spurningunni um hvernig við getum bætt menntun barna okkar. Hvítbók var lengi í fæðingu og var loksins lögð fram nú í vor. Enginn höfundur eða ritstjóri er skráður ábyrgur fyrir Hvítbókinni og hvergi er vitnað beint í heimildir. Í hvítbók eru sett fram eftirfarandi markmið; Hlutfall þeirra sem ljúka prófi á tilsettum tíma fari upp í 60% árið 2018 Hlutfall þeirra sem ná grunnviðmiðum í lesskilningi PISA fari úr 79% í 90% árið 2018 Stytta nám til lokaprófs Draga úr brotthvarfi Breyta skipulagi starfsmenntunar Nám til stúdentsprófs miðist við 3ja ára námstíma Kenna...
Í viðtali við Morgunblaðið síðastliðinn laugardag fullyrðir Almar M. Halldórssonar, verkefnisstjóri PISA-könnunar hjá Námsmatsstofnun, að það sé lélegri kennslu um að kenna að Ísland dalar í niðurstöðum PISA prófa. Hann segir: „Kennslu í grunnskólum á Íslandi hefur hrakað síðan árið 2000, fátt bendir til annars“ og skellir þar með skuldinni á kennara. Ég vil fyrir hönd kennara mótmæla þessu og um leið framsetningu Morgunblaðsins sem sló málinu upp á forsíðu undir fyrirsögninni „Brýnt að bæta kennsluna“. Það er fjöldi þátta sem hefur áhrif á hvernig nemendum gengur í skóla, PISA-könnun er ekki eini mælikvarðinn sem líta ber til. Að setja þetta fram með þessum hætti er mikil einföldun og vísa ég þessari framsetningu á bug. Skoða þarf h...
  Þú í framtíðinni vilt að þú í nútíðinni lesir þessa grein og ég vona að þú gerir það. Í upphafi starfsævinnar eru lífeyrismál yfirleitt ekki efst í huga okkar. Mörgu ungu fólki finnst lífeyrismál óspennandi, flókin og leiðinleg. Upphaf lífeyristöku er í fjarlægri framtíð og þar af leiðandi okkur næstum óviðkomandi þegar við erum að stíga fyrstu skrefin á vinnumarkaði. En hvenær er þá eðlilegt að byrja að hyggja að lífeyristöku? Mörgum finnst að það hljóti að vera skömmu áður en farið er á lífeyri eða að minnsta kosti ekki mjög mörgum árum áður, hvað þá áratugum. Eftir að hafa svarað fyrirspurnum um lífeyrismál hér hjá KÍ síðastliðin ár hef ég oft hugsað um hvernig hægt væri að fá félagsmenn til þess að hugsa fyrr um lífeyrismál o...