is / en / dk

Lokahátíð Nótunnar 2019 fór fram í dag í Hofi á Akureyri. Það voru fleiri hundruð tónlistarnemar sem tóku þátt í svæðistónleikum um allt land til að öðlast þátttökurétt á lokahátíðinni. Að lokum voru það 24 atriði og um 70 nemendur sem stigu á stokk í Hofi í dag en þetta er í fyrsta skipti sem lokahátíðin er haldin utan Reykjavíkur. Á lokahátíðinni var valið besta atriði Nótunnar 2019, þá fengu tvö atriði viðurkenningu Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna og 7 atriði auk þriggja framangreindra atriða fengu verðlaunagrip Nótunnar 2019 fyrir framúrskarandi tónlistarflutning. Hér að neðan má sjá lista yfir alla verðlaunahafa.   ÚTNEFNINGUNA BESTA ATRIÐI NÓTUNNAR 2019 HLAUT: Baldur Þórarinsson, átta ára sellónemandi í grunnnámi við Tóns...
Úthlutað hefur verið úr Sprotasjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir skólaárið 2019-2020. Sjóðnum bárust alls 100 umsóknir og var heildarupphæð umsókna rúmar 219 millj. kr. Veittir voru styrkir til 44 verkefna að upphæð rúmlega 57 millj. kr. Sprotasjóður er sameiginlegur fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og er hlutverk sjóðsins að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi. Áherslusvið sjóðsins að þessu sinni voru: Efling íslenskrar tungu Lærdómssamfélag í samvinnu innan eða milli kerfa Færni til framtíðar  Heildarumsóknir til sjóðsins skiptust eftirfarandi milli skólastiga: Verkefni í leikskólum 19, í grunnskólum 54, í framhaldsskólum 10 og þvert á skólastig 17 umsóknir (þar af var 1 umsókn...
  Hver er staða íslenskukennslu í skólakerfinu?, Hvað virkar vel og hvað má gera betur? Hefur þú skoðun á því eða hugmynd sem þig langar að koma á framfæri? Mennta- og menningarmálaráðuneytið skipuleggur ráðstefnu um íslenskukennslu í skólum landsins í samvinnu við Háskóla íslands, Háskólann á Akureyri, Kennarasamband íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga hinn 1. apríl nk. Ráðstefnan er liður í aðgerðum stjórnvalda til þess að styrkja íslensku sem opinbert mál en eitt af markmiðunum er að efla íslenskukennslu á öllum skólastigum. Útgangspunktur ráðstefnunnar eru niðurstöður rannsóknar á stöðu íslenskukennslu sem miðlað er í nýrri bók sem ritstýrt er af Kristjáni Jóhanni Jónssyni og Ásgrími Angantýssyni, íslenska í gr...
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur sett í gang vinnu við endurskoðun aðalnámskrár grunnskóla. Send hefur verið könnun til allra grunnskóla landsins þar sem spurt er um innleiðingu núverandi aðalnámskrár og hvernig hún nýtist í hverjum skóla fyrir sig.  Samhliða spurningakönnuninni verða átta skólar, víðsvegar um landið, sóttir heim og tekin viðtöl við skólastjórnendur, kennara, nemendur og foreldra til að fá skýrari mynd af stöðunni.  „Ég hvet skólafólk til þess að taka virkan þátt í þessari könnun og miðla af reynslu sinni. Það er dýrmætt fyrir okkur að fá greinargóðar upplýsingar um hversu vel námsskráin nýtist í daglegu starfi, viðhorf skólasamfélagsins til þeirra áherslna sem þar er að finna og hvernig til tókst með inn...
Kennarasamband Íslands og Reykjavíkurborg hafa gert með sér samkomulag um að borgin láti KÍ í té launaupplýsingar um félagsmenn sambandsins. Samkomulag þetta var undirritað í lok árs 2018.  Tilgangur samkomulagsins er að gera aðilum þess kleift að fylgjast með launaþróun og framgangi kjarasamninga. Gert er ráð fyrir því að launagögnin séu að jafnaði afhent ársfjórðungslega tveimur mánuðum eftir að viðkomandi launatímabili líkur. Gögnin eru ópersónugreinanleg og ná aftur til ársins 2016. KÍ hefur leitað til fleiri sveitarfélaga um gerð samkomulags á sömu nótum. Þeirri málaleitan hefur þegar verið vel tekið í nokkrum sveitarfélögum.   
Könnun þar sem spurt var um atriði á borð við aukinn undirbúningstíma, tölvukost, styttingu vinnuviku, rými barna og ýmis hlunnindi, var framkvæmd nýverið á vegum skólamálanefndar Félags leikskólakennara. Skólamálanefnd FL kallaði formlega eftir þessum upplýsingum og var uppleggið að kanna hvað sveitarfélög eru að gera umfram kjarasamninga til að bæta starfsaðstæður og starfskjör leikskólakennara. Búið er að vinna úr svörum og má sjá niðurstöðurnar í meðfylgjandi skjali. Orðsporið 2019 - hvatningarverðlaun sem veitt voru á Degi leikskólans - voru veitt á grundvelli þessarar könnunar. Það var Seltjarnarnesbær sem hlaut verðlaunin fyrir að vera það sveitarfélag sem þótti hafa skarað fram úr við að bæta starfsaðstæður og starfskjör leik...
Félag grunnskólakennara stendur fyrir fundaherferð um land allt næstu daga, en kjarasamningar félagsins losna 30. júní nk. Markmið fundanna er að gefa félagsmönnum tækifæri til að koma skilaboðum beint til samninganefndar og standa vonir til þess að fundirnir nýtist vel í vinnu við gerð samningsmarkmiða.   Fundirnir verða tíu talsins á tíu dögum víðs vegar um landið, einn fundur fyrir hvert svæðafélag. Allir fundirnir hefjast kl. 15:00 og verða upplýsingar um húsnæði settar inn þegar nær dregur.   18. mars – KFR – Reykjavík - Norðlingaskóli 19. mars – KFV – Ísafjörður - Stjórnsýsluhúsið, 4. hæð 20. mars – KSNV – Skagafjörður - Árskóli 21. mars – BKNE – Akureyri - Síðuskóli 22. mars – KSA – Egilsstaðir - Egilsstaðaskól...
Frestur til senda inn umsögn vegna frumvarps til laga um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla er liðinn. Alls barst 71 umsögn í  en hægt var að skila inn athugasemdum til miðnættis á föstudag.  Helstu breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu eru að gefið verður út eitt leyfisbréf til kennslu í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Þá er í frumvarpinu gert ráð fyrir að lögfest verði „í fyrsta sinn ákvæði um hæfni, annars vegar almenna hæfni og hins vegar sértæka hæfni sem kennarar og skólastjórnendur þurfa að búa yfir tli að uppfylla markmið frumvarpsins," eins og segir orðrétt í greinargerð með frumvarpinu.  Kennarasamband Íslands skilaði umsögn um frumvarpið á föstudag. Félag ...
Launað starfsnám, námsstyrkur til nemenda og styrkir til starfandi kennara til náms í starfstengdri leiðsögn eru meðal aðgerða sem Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í dag en þær eiga að taka á kennaraskorti í landinu.  Í fréttatilkynningu mennta- og menningarmálaráðuneytisins segir að frá og með næsta hausti bjóðist nemendum á lokaári meistaranáms til kennsluréttinda á leik- og grunnskólastigi launað starfsnám. Markmiðið með þeirri aðgerð er að hvetja nemendur til þess að klára nám sitt á tilsettum tíma og að þeir hefji störf sem fyrst að námi loknu. Starfsnámið skal vera í minnst 50% starfshlutfalli við leik- eða grunnskóla í eitt skólaár og fá nemendur greitt samkvæmt kjarasamningi. Nemendur á lokaár...
Fyrir neðan eru ábendingar vegna greiðslna úr eftirtöldum endurmenntunarsjóðum KÍ: Vísindasjóður Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla. Vonarsjóður Félags grunnskólakennara og Skólastjórafélags Íslands. Vísindasjóður Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum. Starfsmenntunarsjóður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum.   Launamiðar eru ekki sendir út til félagsmanna KÍ í almennum pósti heldur eru þeir eingöngu aðgengilegir í rafrænum skjölum í heimabanka. Fjárhæðin á launamiðanum vegna greiðslna frá KÍ er forskráð á tekjusíðu skattframtals 2019 (vegna 2018) undir lið 2.3 „Lífeyrisgreiðslur. Greiðslur frá Tryggingastofnun. Aðrar greiðslur, styrkir o.fl....