is / en / dk

Kennarasamband Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu fyrr í dag samkomulag um endurskoðaða viðræðuáætlun vegna komandi kjarasamninga. Formlegum viðræðum við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga er frestað fram í október en stefnt er að undirritun nýrra kjarasamninga fyrir 30. nóvember næstkomandi.  Samkomulagið felur í sér að starfsmenn í fullu starfi fái eingreiðslu að upphæð 105 þúsund krónur fyrir tímabilið frá lokum síðustu samninga fram til nóvemberloka 2019. Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall. Hún verður greidd út 1. nóvember næstkomandi. Það er sameiginlegur skilningur aðila að eingreiðslan sé hluti fyrirhugaðra launabreytinga á gildistíma endurnýjaðra kjarasamning...
Norræn ráðstefna um störf og hlutverk leiðsagnakennara í skólastarfi á Norðurlöndum verður haldin í Reykjavík dagana 11. og 12. nóvember næstkomandi. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Hlutverk leiðsagnarkennara á Norðurlöndum. Á ráðstefnunni verður fjallað um þörfina á stefnumótun er kemur að leiðsögn og stuðningi við nýja kennara. Tilgangur ráðstefnunar er mynda vettvang til að leiðsögn við kennara og auka skilning og þekkingu á mikilvægi þess að kennarar fái markvissa leiðsögn í upphafi starfsferils. Ráðstefnan verður í fyrirlestraformi en auk þess verða pallborðsumræður og málstofur þar sem ýmis mál verða rædd. Ráðstefnan verður á ensku. Ráðstefnan, sem er lokapunktur verkefnis sem hefur staðið yfir frá árinu 2017, er haldi...
Kjörstjórn Félags framhaldsskólakennara hefur ákveðið dagsetningar kosninga til formanns félagsins. Kosningarnar standa yfir dagana 17. til 23. september næstkomandi en framboðsfrestur er til 5. september nk. Kjörtímabil nýs formanns verður frá 1. október að næsta reglulega aðalfundi Félags framhaldsskólakennara.  Eftirfarandi bréf var sent til félagsmanna frá formönnnum kjörstjórnar FF og uppstillingarnefndar FF. Ljóst er að formaður FF, Guðríður Eldey Arnardóttir, lætur nú af embætti og heldur til annarra starfa. Samkvæmt 10. gr. laga FF frá 2018 er formaður kjörinn sérstaklega og hefur stjórn FF því ákveðið að efna til kosninga. Kosið verður til formanns Félags framhaldsskólakennara dagana 17. til 23. september næstkomandi...
Guðrún Erlingsdóttir hefur verið ráðin í starf ráðgjafa hjá Félagi grunnskólakennara. Guðrún hóf störf í Kennarahúsinu í gær. Um er að ræða tímabundna ráðningu. Guðrún er með meistarapróf í blaðamennsku frá Háskóla Íslands. Hún starfaði á árum áður sem formaður Verslunarmannafélags Vestmannaeyja og síðan sem sérfræðingur á kjarasviði VR í tvo áratugi. Hún hefur síðustu misserin starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu.  Staða þjónustufulltrúa verður auglýst síðar en nú stendur yfir endurskoðun á þjónustustefnu Kennarasambandsins og fyrirhugað er að flytja starfsemi KÍ í ný húsakynni. Að þessari vinnu lokinni verður ráðið í stöðu þjónustufulltrúa.  Guðrún er boðin velkomin til starfa í Kennarahúsinu. 
Viðræðunefnd Kennarasambands Íslands og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga koma saman til fundar í húsakynnum Ríkissáttasemjara síðdegis á morgun, miðvikudag. Endurskoðun viðræðuáætlunar er meðal þess sem rætt verður á fundinum.  Viðræðunefnd KÍ, sem er skipuð formönnum Félags grunnskólakennara, Félags leikskólakennara, Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, Félags stjórnenda leikskóla, Skólastjórafélags Íslands, formanni KÍ og hagfræðingi KÍ hefur nýtt sumarið vel til að undirbúa komandi kjaraviðræður; unnið hefur verið að sameiginlegum hagsmunamálum félaganna sem og að sértækum málum aðildarfélaganna.  Fram undan eru fundir viðræðunefnda og samninganefnda aðildarfélaganna þar sem til umræðu verða sameiginle...
„Til að jafnréttissjónarmið verði eðlilegur hluti af skólastarfi og lífi nemenda þurfa kennararnir sjálfir að fá kennslu í kynja- og jafnréttisfræði.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi jafnréttisnefndar KÍ til rektora og stjórnenda Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Háskólans í Reykjavík og Listaháskóla Íslands.  Jafnréttisnefnd fer fram á að kynjafræði verði skyldufag í kennaranámi. Þannig öðlist allir kennarar jafnréttisnæmi og geti stuðlað að markvissri jafnréttismenntun. Nefndin leggur áherslu á að jafnréttisnám bara og ungmenna sé mikilvægt alla skólagönguna. „Til að jafnréttissjónarmið verði eðlilegur hluti af skólastarfi og lífi nemenda þurfa kennararnir sjálfir að fá kennslu í kynja- og jafnréttisfræði. Því vill ...
Félag grunnskólakennara gefur nú annað árið í röð út Handbók grunnskólakennara. Verið er að pakka handbókinni og senda út samkvæmt þeim pöntunum sem hafa borist. Þeir sem ekki hafa pantað eintak geta haft samband við trúnaðarmann í viðkomandi skóla og fá þá bókina senda. „Handbókin gagnast okkar félagsmönnum vel og ljóst að þörfin er töluverð. Þetta er skemmtilegt verkefni sem við viljum halda á lofti enda auðveldar handbókin kennurum að skipuleggja skólaárið og halda utan um verkefnin. Nú erum við á fullu að koma út 2.500 bókum í skólana,“ segir Þorgerður L. Diðriksdóttir, formaður FG, sem var á fullu að pakka handbókinni í Kennarahúsinu í dag. Uppfært 26. ágúst 2019: Þar sem eftirspurn eftir Handbók grunnskólakennara er töluver...
Dómnefnd hefur tekið til starfa. Úrslit verða kynnt föstudaginn 4. október. Tilefni smásagnasamkeppninnar er Alþjóðadagur kennara, eða kennaradagurinn, sem haldinn er hátíðlegur hérlendis og um veröld alla 5. október. Þátttaka í keppninni hefur frá upphafi verið góð í flestum aldursflokkum og ljóst að börn og ungmenni búa yfir áhuga á skáldskap. Við hvetjum kennara á öllum skólastigum til að láta nemendur vita af keppninni og jafnvel má nýta hana í skólastarfinu.  Keppt er í fimm flokkum:  leikskólinn grunnskólinn 1. – 4. bekkur grunnskólinn 5. – 7. bekkur grunnskólinn 8. – 10. bekkur framhaldsskólinn Þema keppninnar er sem fyrr tengt skólanum en smásagnahöfundar hafa að sjálfsögðu frelsi í e...
Fagfélög listgreinakennara, Kennarasamband Íslands og Faghópur um skapandi leikskólastarf kynna málþing með nýdoktorum í listkennslu á Kjarvalsstöðum. Málþingið verður haldið fimmtudaginn 22. ágúst kl. 15:00 – 17:00. Þrír nýbakaðir doktorar á sviði listkennslu kynna rannsóknir sínar og erindi þeirra við samfélagið. Það er mikill fengur fyrir menntakerfið að nú hafi þrjár öflugar konur bæst í þann fámenna hóp sem útskrifast hefur með doktorspróf í listkennslu. Rannsóknir á þessu sviði eru undirstaða þróunar listgreina í skólakerfinu og eru öflugasta leiðin til að hafa áhrif á áherslur stjórnvalda í menntamálum. Með niðurstöðum rannsókna er sýnt fram á áhrif listgreina og mikilvægi þeirra. Fyrirlesarar: Ásthildur Jónsdó...
Handbók grunnskólakennara er í prentun þessa dagana. Trúnaðarmenn Félags grunnskólakennara munu taka niður nöfn þeirra sem vilja fá Handbókina.  Þetta er annað árið sem Félag grunnskólakennara gefur út Handbók fyrir sína félagsmenn. Kennarasambandið gaf árum saman út Handbók kennara en útgáfu þeirra bókar var hætt í kjölfar 7. þings KÍ sem fram fór 2016. Samþykkt var á þinginu að KÍ myndi hætta útgáfunni.  Handbók grunnskólakennara er einungis ætluð félagsmönnum grunnskólakennara.